Facebook er framtíðin...
31.3.2009 | 22:46
Fyrir fólk eins og mig er Facebook aðal samskiptamátinn í dag. Þar er hægt að "njósna" um vini sína, athuga hvað maður er góður að sér í kvikmyndum og svo er líka hægt að senda gjafir... úúú... Ég þarf varla lengur að tala við fólk- kíki bara á Facebook. Með Facebook er hægt að spara heimsóknir og símareikninga, fólk þarf varla lengur að tala saman- það notar bara Facebook.
Það er spurning hvort þetta sé hollt fyrir mann, samskipti fólks fara fram í gegnum tölvuna. Það er meira að segja hægt að finna sér framtíðarmaka á Facebook!!
Svo þegar maður á afmæli, kíkir maður bara á Facebook til þess að athuga hver man eftir því og óskar manni til hamingju. Þessu var svo skemmtilega lýst í Áramótaskaupinu hér um árið, það er hægt að sjá hverjir eru að skilja, hverjir eru ófrískir osfrv.
Munið bara að hringja og hitta vini ykkar einstaka sinnum- ekki bara á Facebook!!
Athugasemdir
Góðu punktur hjá þér Inga,
Auðvitað er netið og fésbókin algjör snilld sem hefur marga kosti þótt þetta sé algjör tímaþjófur líka hehe. Engu að síður sakna ég þessara persónulegu samskipta eins og t.d að fá símhringingu á afmælisdaginn í staðin fyrir tölvupóst, sms og fésbókarkveðju....en maður ætti etv. ekki að vera að kvarta heldur vera þakklátur fyrir kveðjuna sama á hvernig formi hún er því fésbókarkveðja er jú betri en engin kveðja...er það ekki annars?
kv. Erla
kv. Erla
Erla María (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:21
Fólk verður örugglega komið með facebook á úrin sín eftir nokkur ár. Spurning hvort það auki svo líkurnar á því að fólk hringi svo út afmæliskveðjurnar.... gæti verið. Ég var nú eiginlega soldið ánægður að fá afmæliskveðjur á facebook þegar ég átti síðast afmæli, annars hefðu flestir líklegast gleymt því :)
Einar Á. (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.