leti fleti.. ekki það sama og leti keti...
28.4.2009 | 00:25
Þetta var nú meiri letidagurinn, ég hugleiddi í allan dag að fara út í göngutúr í góða veðrinu- en gerð það svo ekki. Ég sat heldur heima og jahhhh... gerði ýmislegt, huuuhhhh....
Spurning að fara að koma sér úr letigírnum og gera eitthvað vitrænt. Eftir allt saman, þá er komið sumar. Ef ekki rignir á morgun, mun ég gera eitthvað... Hehe... kíkti fyrst á veðurspánna áður en ég kom með þessa yfirlýsingu.
Ég ákvað þegar ég varð atvinnulaus, að taka eitt fag í háskólanum. Nú er prófið á næsta leyti og er ég byrjuð nú þegar að spá í að fara að læra fyrir það, enda styttist óðum í prófið :)
Athugasemdir
Ef þú fórst ekki út að ganga í gærkvöldi, með hverjum var ég þá að ganga?
Greta (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:09
Holl leti er uppspretta hugmynda og góðrar heilsu. Sofa mikið.
Finnur Bárðarson, 28.4.2009 kl. 17:16
ég hélt þú gætir ekki verið löt! ert ein hressasta manneskja sem ég þekki :) allavega gerirðu mjög skemmtilegt blogg í letinni...
Bryndís (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.