Confessions of a shopaholic...
8.5.2009 | 17:51
Þegar peningaleysi fer að segja til sín, er nauðsynlegt að skera niður á hinum ýmsu stöðum. Sumir, konur sérstaklega (held ég), hafa rosalega gaman af að versla á netinu. Að versla á netinu getur verið slæmt þar sem það er svo auðvelt að kaupa alls konar dóterí. Ég er ein af þeim sem hef mjög mjög mjög gaman að skoða vörur í gegnum netið. Ég hef nokkrum sinnum pantað af netinu- aðallega samt af Victoria's secret sem er æðisleg síða. Þar er hægt að kaupa allt frá nærfötum til veskja og kápa. Hér áður fyrr var frekar ódýrt að versla á síðunni, nú þarf maður næstum því að láta sál sína fylgja með ef maður ætlar að kaupa eitthvað í dollurum eða evrum.
Nú sit ég í peningaleysinu og get ekkert verslað. Ég er hætt að fara í Kringluna og Smáralind, kíki sjaldan í aðrar búðir en Grísabúðina góðu. Ég fæ svolítið kikk út úr því að versla, ég get farið í sæluvímu þegar ég stend þreytt í fótunum með fullt af pokum. Þar sem það er ekki hægt nú, er hægt að fara á netið á uppáhalds síðuna sína, setja allt það sem hugurinn girnist í innkaupakörfuna og hætta svo við allt saman þegar á að fara að borga. Þetta er alveg sama tilfinningin nema maður þarf hvorki að borga né sitja uppi með vöru sem átti að kaupa fyrir stundarvímu. Ég veit það því ég hef prófað það og mæli með því :)
Athugasemdir
Mmmm, já að láta sig dreyma. Draumar eru ókeypis
Soffía, 9.5.2009 kl. 21:04
hehe, snilldarráð!
Bryndís (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.