Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Sparnaðarráð nr. 4-15

Fyrsti dagurinn sem opinberlega atvinnulaus er runninn upp og ætla ég að fagna því með því að sækja um vinnu. Ég fæ endalaust af emailum frá Capacent um að ráðið hafi verið í þau störf sem ég hef sótt um en ég held bara ótrauð áfam, ætla ekki að láta höfnun buga mig á þessum síðustu og verstu. Á hverjum degi fer ég í gegnum atvinnuauglýsingar ráðningastofanna og skoða helgarblöðin í von um að þar leynist eitthvað bitastætt. Að rekast á auglýsingu varðandi starf sem er eins og sniðið fyrir mína fyrri reynslu og menntun, er eins og hálf leiðin að happdrættisvinningi- svo fá eru störfin.

ég læt hér fylgja nokkur góð sparnaðarráð:

1. Byrjaðu að tína dósir- margt smátt gerir eitt stórt
2.Aðeins 2 klósettbréf per skipti- nema í extreme tilfellu, 4 bréf
3.hættu að nota þurrkarann- hann eyðir óþarfa rafmagni
4.Hvar varð um allar kynningarnar í Hagkaup? Fínt að nota svoleiðis til að fæða familíuna á einum föstudegi
5. Farðu á skyndibitastað og taktu aukabunka af tissjú- hægt að spara talsvert þar!
6.Slepptu því að fara í Kringluna eða í búðir yfir höfuð.
7.Ef það er einhver ókeypis matur í vinnunni eða þú ferð í veislur- borðaðu eins mikið og þú getur!!
8. Þú getur þóst ætla með föt í Rauða Kross gáminn og tekið með þér einn svartan plastpoka- gæti eitthvað gott leynst þar.
9.Ekki kaupa skyndibitamat! Hann kostar allt of mikið- og fiskur og kjúklingur og kjöt líka. Þannig að spaghetti í öll mál! Nei- bíddu, það er líka búið að hækka!
10. Bensín, bensín, bensín... need I go there? Fínt að tæma úr dælunni þegar búið er að dæla fyrir peninginn. Það er gert með því að lyfta "rörinu" í loftið og þá leka nokkrir dropar úr- borgar sig til lengri tíma.

11. Hafðu ávallt ljósin slökkt -nema þegar það er mjög dimmt.

efin578l


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband