láttu þig dreyma

Það hljóp í mig Machintosh samviskubit í dag. Ég fór í huganum að telja alla molana sem ég hafði étið síðustu daga og komst að því að það væri hreint ómögulegt verkefni. Ég ákvað því að skella mér í World Class og brenna samviskubitið í burtu. Það voru greinilega margir á sömu buxunum og ég, því það var stappað. Ég er ekki frá því að á tímapunkti þegar ég var að sækja mér vatn, hafi ég fundið karamellu/súkkulaðilykt samantvinnaða við svitalyktina í loftinu. Ég ákvað því að slútta þessu svo að ég færi ekki að grípa allar hitaeiningarnar bara með því að anda þarna inni. Það er ekki gott að taka á sig það sem aðrir eru að losa sig við.

Ég og spúsinn ákváðum í gær að pakka ofan í tösku og skella okkur til Keflavíkur með börnin, bara til að fá fílinginn þegar maður er að fara til útlanda. Það er víst næst því sem við komumst þessa dagana. Við kíktum í heimsókn til vinafólks okkar og keyrðum tilbaka. Ég náði að sjá eina flugvél og flugvélaljós. Það var rosalega skemmtilegt.

hawaii_1

hach hach hach, bara skoða...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha!

Þú ert alveg ágæt Inga mín

Greta (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 23:37

2 identicon

Þetta með að pakka í tösku og fara í bíltúr til Keflavíkur er góð hugmynd. Ég verð að prófa hana einhvern tíman.

Annars mæli ég með bíltúr á Snæfellsnesið. Hér er alltaf kaffi á könnunni og þið eruð hjartanlega velkomin.

Matti (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 09:45

3 identicon

Keflavík er auðuvitað kapituli út af fyrir sig :O) Nú er bara að skoða móðurlandið Inga mín :O) En þú veist að þú getur alltaf gist í kjallaranum hjá mér....Miss you, ASdis

Ásdís (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband