Life sucks

Ég ákvað í upphafi þegar ég stofnaði þessa síðu að vera jákvæð og tala aldrei um neitt voðalega leiðinlegt. Í bloggheiminum er ekki rætt um annað en hvað hefur gerst síðustu daga og oft á mjög mjög neikvæðan hátt.

Ég á alveg rétt á því að vera bitur, búin að missa vinnunna, spariféð og tæknilega séð er ég gjaldþrota vegna lánanna og lækkun íbúðarverðs. Ég gæti verið leiðinleg og neikvæð, lagst í þunglyndi og horft á stillimynd stöðvar 1 allan daginn. Legið upp í sófa og beðið eftir að einhver komi og skafi mig upp úr honum. Ég gæti jafnvel sleppt því að fara í bað- því hvort sem er skilja allir að maður sé óþrifinn þegar maður hefur gengið í gegnum þessar hörmungar. Ég gæti selt málningadótið mitt og látið vaxa hár undir höndunum. Þegar fólk loksins dirfðist til að hringja í mig og spyrja hvernig ég hefði það, myndi ég segja að ég hefði það skítt og ömurlegt. Svo gæti ég bloggað um allt það leiðinlega sem er að gerast í þjóðfélaginu.

Það er ekki ég. Ég ætla að vera jákvæð og ánægð með lífið. Ég ætla að halda áfram að senda jákvæða strauma til ykkar allra þarna úti og fara í bað reglulega.

Lífið gæti verið verra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlegt hvað gott viðhorf skiptir miklu máli! Ef maður er jákvæður þá líður manni einfaldlega betur. Líst vel á þig!

Ragga (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:42

2 identicon

Mér líst vel á þetta viðhorf Inga mín, það er alveg rétt þetta gæti verið verra...maður hjálpar sjálfum sér a.m.k ekkert með því að leggjast í þunglyndi!

Erla María (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband