ertu í súperformi eða hvað???

Ég taldi mig vera í ágætu formi og ákvað því að fara í þrek og púl tíma. Ég fór í einhverja strigaskó sem ég fann inni í skáp þar sem hinum var stolið um daginn. Ég stóð innan um slökkviliðsmenn og beið eftir að tíminn byrjaði, var að spá í að láta mig hverfa en ákvað að gera það nú ekki þar sem ég er í svona líka súperformi. Þegar hálftími var líðinn af tímanum var ég komin með blóðbragð í munninn, svimaði og sveið út um allt. Ég lét mig hafa það að klára tímann en ég komst varla út í bíl- ég skalf svo mikið. Ég ber þess enn merki að hafa farið í þennan tíma, vonandi er ég sterkari fyrir vikið en ég trúi því að þetta hafi borgað sig !!

rhan617l


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Þessir menn eru líka sjúkraflutningamenn. Þú áttir bara að hníga niður og láta þá annast þig.

ÞJÓÐARSÁLIN, 15.3.2009 kl. 11:00

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það þarf að kæra þá sem stela strigaskóm annarra!

Gangi þér vel í næsta tíma!

Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Inga

hehe...

Inga, 15.3.2009 kl. 11:14

4 Smámynd: Anna Guðný

Goð hugmynd hjá þjóðarsálinni

Því miður geta þessir staðir ekki tekið ábyrgð á skónum okkar, en ekki veit ég hvernig  Guðmundur ætlar að kæra ef enginn veit hver tók þá.

Hafðu það gott í dag og gangi þér vel í ræktinni

Anna Guðný , 15.3.2009 kl. 11:38

5 identicon

Teiknimyndin er frábær sem þú settir við:....

knús frá Wasí..Ásdís

Asdis Snoots (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 12:37

6 identicon

Hvaða tími var þetta??

Ragga (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 22:34

7 Smámynd: Soffía

Hrikalega ertu dugleg!  Sammála Þjóðarsálinni

Soffía, 16.3.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband