heilagröf

Ég gref og gref og gref, ég þarf væntanlega að nota annað en hendurnar því það er svo erfitt- kannski get ég fundið skóflu einhvers staðar. Ég gref inn í hausinn og finn að ég er svo nálægt því að finna mig aftur. Finna sköpunargleðina sem týndist í uppganginum, vökunóttum og metnaðnum að standa mig vel í vinnunni. Ég vann og vann, svaraði pósti seint á kvöldin og snemma á morgnana, vann á kvöldin og um helgar. Ég týndist og gleymdi sjálfri mér, staðráðin í að finna hagkvæmari lausnir fyrir starfið. FInna lausnir fyrir aðra.

Á meðan á þessu stóð setti ég hluti eins og heilsuna, fjölskylduna og áhugamálin í annað sæti. Þá hluti sem eiga að vera í fyrsta sæti. Nú þarf ég að hugsa allt upp á nýtt, forgangsraða upp á nýtt, lifa lífinu öðruvísi.

Ég veit að sama hvað maður gerir í lífinu, það er ekki alltaf jafnskemmtilegt, en að vera í vinnu þar sem maður getur nýtt sína hæfileika er mikilvægur þáttur. Að gera áhugamál að vinnu. Að finna jafnvægi á milli einkalífs og vinnu.

Það er kannski hægt að segja að atvinnuleysið hafi verið ákveðin blessun í dulargervi og sýnt mér hvað það er sem skiptir máli. 

Ég held áfram að grafa og vonandi finn ég sjálfa mig áður en ég fæ hausverk....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra fyrir þér! Þú ert á réttri leið......kemur manni til að hugsa. Þú ert nú barnfóstra inn við beinið :o)

Regína V (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband