Natural talent..

Ég hef aldrei verið góð að syngja- þó mér hafi stundum fundist það. Þegar ég byrja að syngja í bílnum biðja börnin mig alltaf um að hætta og ætti það að vera merki um lélega söngrödd. Á þessum tíma er verið að velja framlag Íslands í Eurovision, American Idol byrjar í sjónvarpinu og nú íslenska Idolið. Margir hafa það sem þarf - aðrir ekki. Margir eru eins og ég - telja sig vera hæfileikaríka, en fá blákalt mat dómara um hæfileikaleysi á þessu sviði.

Ég hef heldur aldrei verið góður dansari- þó mér hafi stundum fundist það. Þegar ég horfi á dansara og söngvara vildi ég óska þessa að ég gæti verið með það sem þarf. Það sem þarf til að ná árangri á þessu sviði.

Aðalatriðið er þó að þó maður sé falskur á köflum og nái ekki að "krumpa" eins og þeir bestu, þá getur maður sungið bakvið lokaðar dyr og dillað sér í takt við lögin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband