Draumar eru góðir..
15.2.2009 | 19:35
Mig dreymdi í nótt að ég væri að fara til útlanda- til Ítalíu ásamt nokkrum stelpum. Ég hafði mestar áhyggjur af því að hafa gleymt sundfötunum heima og hvort ég ætlaði að taka með mér stóra tösku eða litla tösku. Það var rosalega gaman, ég fór á kaffihús og í búðir og hafði áhyggjur af því hvort ég ætti að nota 20 í sólarvörn eða 30.
Þegar ég vaknaði var ég mjög ánægð að hafa upplifað góða utanlandsferð án þess að eyða krónu!! Ég mæli með þessu ef maður á engan pening. Þetta gæti nú verið góð viðskiptahugmynd að hanna svona tæki sem gerir heilli fjölskyldu kleift að fara saman í ferðalag og skapa minningar án þess hreinlega að fara þangað. Jáh, bara að ég væri uppfinningamaður...
Athugasemdir
Algjörlega þú verður að fara í að finna svona upp Annars var ágætis hugmynd að svona vélum í American dad þætti sem ég sá fyrir ekki svo löngu. Þar var heilu manneskjunum dýft í grænt slím og fjölskyldan fór í hin fullkomnu sýndarveruleika frí, sniðugt
Soffía, 16.2.2009 kl. 11:57
Veit um eina sem dreymir framhaldsdrauma, já ákveður bara að dreyma aftur um sama efnið. Ekki hef ég hugmynd um hvernig hún fer að því.
ha ha (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:45
ég kunni einu sinni að stjórna draumum mínum, það var æði- hugsaði bara um það áður en ég fór að sofa og svo dreymdi mig það.
Inga, 24.2.2009 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.