Hæfniskröfur nútímans

Helgin er á næsta leiti. Hún er mjög mikilvæg fyrir þá sem eru að leita sér að vinnu því þá koma atvinnuauglýsingar í helstu fjölmiðlum landsins. Mikil eftirvænting ríkir á mínu heimili eftir þessum auglýsingum. Það er annað hvort eða. Annað hvort er eitthvert starf með hæfniskröfur sem mín starfsreynsla og menntun uppfylla, eða ekki. Síðustu vikur og mánuði hefur atvinnublaðið verið mjög þunnt, í eitt skipti var það aðeins 2 blaðsíður og því ekki úr miklu að moða. Ég man eftir því fyrir nokkru að maður varð bara ringlaður þegar maður las blaðið því möguleikarnir voru óþrjótandi- en núna, púfff..... Maður þarf að vera með meirapróf, kunna á hin ýmsu forrit, vera með margra ára reynslu og síðast en ekki síst... hæfni í mannlegum samskiptum. Það kemur oftar en ekki fyrir. Kröfurnar spanna oft 10 -15 atriði svo að færri sæki um starfið.

Ef verið er að leita að opinni manneskju sem er með framhaldsmenntun, áralanga reynslu í banka (ég er örugglega ein á báti þar...) og er að læra að prjóna, þá er ég manneskjan í starfið. Já, og svo er ég líka jákvæð. Vonandi kemur svoleiðis auglýsing um helgina og þá skal ég vera fyrst til að sækja um! Annars þarf að bíða eftir næstu helgi og er langt að bíða fyrir manneskju eins og mig, manneskju í atvinnuleit.

rman2167l


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir greinina í MBL

atvinnulaus (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 09:56

2 identicon

Flott viðtal Inga!!  Gangi ykkur famelíunni allt í haginn.  Les bloggið þitt og finnst bæði fróðlegt og skemmtilegt.

Kveðja Dóra - mamma Kjartans.

Halldóra Einarsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 12:00

3 identicon

Flott viðtal við þig í blaðinu í dag :)

Ingigerður (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 12:37

4 identicon

Það er frábært að þú ert jákvæð, þrátt fyrir allt saman. Frábært viðtal við þig, elsku Inga mín.

Snoots (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:11

5 identicon

Sæl, flott blog hjá þér.

Ég er búinn að vara atvinnulaus síðan í sumar. Hef tekið hér saman það sem er í boði frítt fyrir atvinnulausa. Hægt er að skrá sig á flest í gegnum síðu VR http://www.vr.is

    * Skrá ykkur í hópinn minn á Facebook, Atvinnuleysi Nei takk! (nokkur þegar búin að því). Slóðin er: http://www.facebook.com/group.php?gid=37775717963&ref=ts
    * Þið sem ekki eru komin inn á Facebook, þá hvet ég ykkur til að skrá ykkur.  Öflug leið til að byggja upp tengslanet og að viðhalda því.
    * Frímiðar í Þjóðleikhúsið.
    * Frímiðar á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
    * Frír sumarbústaður hjá VR. mánudag til föstudags út apríl (reyndar ekki um páska).
    * Líkamsræktarkort í mánuð á kr. 2.000,-.
    * Nýta sér námskeiðin hjá: Tækifæri (Opni Háskólinn hjá Háskólanum í Reykjavík), Mímir,Hlutverkasetur og átaksverkefnið Nýttu Kratinn (næsti hópur fer í gang 11/3).
    * Mæta á hádegisfyrirlestrana hjá VR. sem eru flesta fimmtudaga.
    * Þeir sem búa í Hafnarfirði: Skoða Deiglan.
    * Þeir sem búa í Kópavogi: Þá býður bærinn frítt á bókasafnið, í sund og ég held í líkamsrækt.

Kær kveðja
Sveinbjörn Pétursson
sphomopati@gmail.com

Sveinbjörn Pétursson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 16:49

6 Smámynd: Soffía

Ég er alveg sannfærð um að þú ert góður starfskraftur.  Verst að ég er ekki að ráða fólk.  Lítið um það í mínum fátækra-námsmanna-bransa að vera með háskólamenntaðar manneskjur á launum. 

Hvaða grein er fólkið hérna fyrir ofan að tala um? Er hún í Mogganum og get ég séð hana á vefnum e-s staðar?

Góða helgi annars

Soffía, 27.2.2009 kl. 17:08

7 Smámynd: Soffía

þ.e.a.s. geturðu sent hlekk á nákvæmlega síðuna því ég er búin að lesa mbl.is í dag og sá ekkert viðtal við þig þar... 

Soffía, 27.2.2009 kl. 17:09

8 Smámynd: Inga

Hæ, þessi grein er í Morgunblaðinu í dag á blaðsíðu 5. Hún er því miður ekki á MBL...

Inga, 27.2.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband