money money...

Ég er búin að vera að velta því fyrir mér undanfarna daga, hvað sé hægt að gera til að fá pening í vasann- án þess þó að vera með vinnu. Ég lét hugann reika, datt í hug að bjóða fjölskyldunni upp á hreingerningu gegn vægum styrk, láta skora á mig að hlaupa nakin niður Laugaveginn (never never). Það var svo margt sem kæmi til greina.

En svo skall hugmyndin á mér bara si svona, þegar systir mín hringdi og kom með hana. Sjúmmm, Kolaportið!!! Það er akkúrat staður sem fólk mætir á tímum sem þessum til þess að finna ódýra hluti. Það leynist ýmislegt í geymslum fólks og hvers vegna ekki að taka það fram og reyna að koma því í verð?  Þeir sem eru áhugasamir geta farið inn á www.kolaportid.is og séð verð og annað slíkt. Það kom mér á óvart að það er ekkert svo dýrt að leigja pláss yfir eina helgi. Check it out :)

mban658l


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Inga

Á þessari síðu er boðið upp á ansi skemmtilegar leiðir til þess að næla sér í aukapening, ég hef sjálf notað þetta og er búin að næla mér í 60.000 á 2 mánuðum- sem er ekki mikið, ég veit það en það mun vonandi aukast eftir því sem ég verð betri.

 Langaði bara að deila þessu með þér - það þurfa allir að standa saman :)

Vantar Aukavinnu (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:27

2 identicon

Sæl, Inga. Ég lít á síðuna þína daglega, finnst ákaflega gaman að lesa textann þinn, léttur og skemmtilegur gálgahúmor fellur aldrei úr gildi.

Ég er búin að fara þrisvar í Kolaportið á rúmu ári, fyrsta sinnið gaf mjög vel af sér en síðast fékk ég inn 14 þúsund kr. nettó. Það var svona alveg á mörkunum að það svaraði kostnaði. Ég fann mikinn mun frá því fyrst þegar hlutir voru rifnir út, og þar til síðast sem var m.a.s. í nóvember, rétt fyrir jól sjáðu til. Þá prúttaði fólk endalaust og ónotuð föt með verðmiðum úr Oasis, Coast og Karen Millen voru prúttuð niður í 200 kr. og sumir tímdu ekki einu sinni að borga 200 kallinn. Spurning...

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Soffía

Vildi að það væri hægt að fá svona aukavinnu eins og úti í DK við að raða blöðum í umslög og alls konar þess háttar.  Annars bara láta vita að ég kíki hérna inn reglulega :) 

Soffía, 27.3.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband