Slys í grænmetisdeild

Ég gekk um í rólegheitum í Bónus, týndi ofan í körfuna á sama tíma og ég þokaðist lengra inn í búðina. Ég var í góðu skapi, enda með litla grínistann með mér sem sat í körfunni og benti á allt sem hann langaði í. Hann elskar "grísabúðina" eins og hann kallar það- heilsar öllum sem dirfast framhjá okkur og knúsar mömmu sína á mínútufresti.

Sem betur fer fór ég á tíma sem fáir fara í Bónus- klukkan 2, þó voru nokkrir viðskiptavinir dreifðir um búðina. Ég og grínistinn skröltumst inn í grænmetiskælinn og vógum hvort við ættum að kaupa vínber eða sleppa því. Honum finnast þau betri en allt sem til er og því var þrýstingurinn nokkur. Ég stóðst ekki biðjandi augnaráð hans og keypti því nokkur stykki. Því næst héldum við för okkar áfram um þennan annars risa grænmetiskæli í Korputorgi.

Ég ligg í gólfinu, með aðra höndina á kerrinu og hina á gólfinu, ringluð og með rosalegan verk um allan kroppinn. Það fyrsta sem ég geri er ekki að standa upp, heldur svipast ég um- liggjandi á gólfinu, hvort einhver hafi nokkuð séð þetta! Svo var ekki og því gat ég grett mig og fellt eitt tár. Litli grínistinn hefur miklar áhyggjur af mömmu sinni og spyr hvort ekki sé allt í lagi, ég rís upp hægt og rólega og hugsa með mér að ég sé örugglega hryggbrotin (er það ekki) og sé þar grænmetisblað liggja á gólfinu þar sem ég rann. Ég vind mér að næsta starfsmanni og bið vinsamlegast um að þetta verði skúrað hið snarasta.  Maður minn kemur og hjálpar mér með matinn út úr Bónus, stöðvar mig á bílastæðinu og skafar grænmetisklessu af lærinu mínu.

Í dag er Föstudagurinn langi og ég ber enn vott um þetta slys í Bónus á mánudaginn. Ég hef verið að velta því fyrir mér að hafa samband við Bónus og fá að sjá öryggismyndbandið, þar sem ég er viss um að þetta hafi verið ótrúlega fyndið... hehehe...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehehe.. ég veit að það er ljótt að hlægja að óförum annarra en það er samt ekki hægt annað :-)

Gott að þú ert ekki hryggbrotinn.

Fall er faraheill.... (hljómar það ekki gáfulega?)

Greta (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 20:55

2 Smámynd:

Ef þú værir í Ameríku færirðu í mál við búðina fyrir að stefna lífi þínu í hættu með salatblaði

, 10.4.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband