hvað gerir þú, frú atvinnulaus?
14.4.2009 | 09:47
Ég talaði við norskan blaðamann í gær sem spurði mig hvað ég gerði á daginn þegar ég væri án vinnu. Ég sagði honum að ég væri sko búin að finna út úr því hvernig ætti að nýta tímann og það væri frábrugðið því hvernig var fyrst þegar ég varð atvinnulaus! Hann virtist mjög áhugasamur og spurði mig hvað ég væri að gera. Ég sagði honum að ég færi í skóla hálfan dag í viku, færi í ræktina þrisvar á virkum dögum og ....jah... uuuuu. Mér datt bara alls ekkert annað í hug og varð ég því frekar vandræðaleg. Síðan bjó ég eitthvað til, eins og að ég væri alltaf á skíðum þó svo að ég hefði bara farið einu sinni í vetur. Hann kinkaði kolli og virtist alveg kaupa þetta letisvar mitt.
Athugasemdir
Þú hefur bara borið þig vel miðavið aðstæður ,og auðvitað er best að reyna að sjá björtuhliðarnar á þessu ástandi ,þó að lítið geti glatt okkur í þessu þjóðfélagi eins og er ,þar sem stjórnmálafólk gerit ekkert annað en að raga hvort anna niður ,undarlegt þetta fólk ,hahahahahehehehe.
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:43
Hæ Inga
Ég er búin að hafa mjög gaman af því að lesa færslurnar þína. Endilega haltu áfram að berjast. Ég er sjál búin að lenda í þrem uppsögnum frá síðasta vori allt vegna samdráttar en einhvernvegin detta alltaf störf uppí hendurnar á mér. Var reyndar rosalega dugleg að sækja um og var í raun alveg búin að týna því hvað ég var búin að sækja um. Góð hugmynd að nota excel til að halda utan um þetta. Hef fulla trú á þér, þú átt eftir að standa þig. Sjáumst sjá í HÍ.
Kveðja
Laufey (fyrrum SPRON-Ari)
Laufey Sig (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:34
Sæl Inga,
Má til með að senda þér línu fyrst ég fór að smella á ummæli þín á MBL en þú virðist jákvæð sem er mjög mikilvægt í þeim aðstæðum sem þú ert í. Það er ekki síður nauðsynlegt að nýta kraftinn þinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, grípa og skapa tækifæri sem geta verið óendanleg ef vel er að gáð..... þá gætir þú auðveldlega svarað spurningum norska blaðamannsins ;) Vek því athygli þína á NÝTTU KRAFTINN en það er hugmyndafræði/ferli sem ég og partnerinn minn Sigríður Snævarr höfum þróað til að hvetja og styðja atvinnulausa að ósekju. Með því að googla okkur færðu nánari upplýsingar en þetta ferli er að virka ótrúlega vel fyrir alla þá sem hjá okkur eru - 60 manns nú þegar á mismunandi stað í ferlinu og um 50 manns á biðlista. Bestu kveðjur og gangi þér vel, María Björk Óskarsdóttir
María Björk Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.