umsókn um sumarstarf hjá Reykjavíkurborg..eitthvað duló
20.4.2009 | 15:57
Ég sótti um vinnu hjá Sorphirðu Reykjavíkur í sumar, sá það sem gott tækifæri að vinna í erfiðu umhverfi, komast í gott form og breyta til. Umsóknarfrestur rann út í gær, 19.apríl. Why not? hugsaði ég, góður vinnutími og ágætlega borgað.
Í dag, 20.apríl klukkan hálftvö fékk ég svo póst um það að ráðið hefði verið í starfið og mér var þakkað fyrir að sýna starfinu áhuga. Þetta finnst mér eitthvað dularfullt- að umsóknarfrestur rann út í gær á sunnudegi og að búið sé að ráða í starfið á hádegi daginn eftir! Eru ekki fleiri en ég sem sjá eitthvað athugavert við þetta- ég bara spyr??? Eiga allir jafnan séns? I don't think so. Þetta er eins og að keppa við Golíat!
Athugasemdir
Jú þetta er hundfúlt. Ég er í sömu stöðu og þú, búin að sækja um nokkrar stöður bæði hjá ríki og borg og þetta er oftar en ekki á þessum nótum :-(
Harpa (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 17:59
Já, frekar duló
Soffía, 20.4.2009 kl. 21:25
Ég held endilega að það sé í lögum að auglýsa allar vinnur hjá borg og bæ, þó svo að þegar sé búið að ákveða hver fái vinnuna.
Heiður Helgadóttir, 20.4.2009 kl. 21:51
Að mínu mati þarf samt sem áður að gæta að jafnrétti þeirra einstaklinga sem sækja um.
Inga, 20.4.2009 kl. 22:07
Legg til að þú farir niður á kontór borgarinnar og til þeirra sem þar ráða og sýnir þeim bréfið,,,jú þetta er duló.Þeir svara þér til baka á hraða ljóssins.
Númi (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:20
Veit ekki um duló, en þótt umsóknarfrestur sé til ákveðið þá er hægt að vinna úr gögnunum um leið og þau berast. Og yfirleitt er sama fólkið ráðið í vinnu árið eftir ef það hefur staðið sig vel! :)
Addi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:04
Hæ Inga :)
Ég sá að Nova er að auglýsa eftir fólki í framtíðarstörf hjá sér í verslun og þjónustuveri. Tékkaðu á því ;) www.nova.is
xx
Ágústa
Ágústa (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.