Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
föstudagur til (ekki)fjár
19.12.2008 | 10:41
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
komdu þér í form!!
18.12.2008 | 11:28
Ég var að fletta VR blaðinu því ég fæ það ennþá, og þar var alveg ótrúlega gott tilboð fyrir atvinnulausa.
Það er hægt að fá kort í Hreyfingu, World Class eða Sporthúsinu á 2000 krónur á mánuði og maður má mæta frá 8-11 og 14-16 á daginn. Það þarf að hafa samband við VR vegna þessa. Ég tel þetta ótrúlega flott hjá VR að redda þessu!
Sjáumst í ræktinni :)
ég eftir nokkra mánuði...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sparnaðarráðssaga nr.1
17.12.2008 | 18:33
Ég hitti vinkonu mína í dag, bað hana að koma að sækja mig þar sem ég væri ekki á nöglum. Við kíktum niður í bæ og bara skoðuðum. Vá! Ég vissi ekki að það væri hægt, aldrei prófað það. Galdurinn liggur í að taka bara smá pening með fyrir neyðartilvik. Þá eyðir maður engu.
Áður en hún kom að sækja mig, fann ég stimpilkort frá Culiacan þar sem ég átti eina fría máltíð inni- það vantaði bara einn stimpil á kortið. Ég stakk því lúmskt upp á því við hana að kíkja þangað í lunch og við myndum deila frímáltíðinni þannig að ég endaði á því að borga aðeins 445 krónur fyrir máltíð með gosi og alles!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)