Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

The New Poland

Vá, við erum bara að nálgast það að vera með jafnmikið atvinnuleysi og í Póllandi - ískyggilega hratt!!

 

 


mbl.is Atvinnuleysi mælist 10,9% í Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ævisaga...

Nafn: Inga Jessen

Aldur: 31- heilinn er semsagt byrjaður að hrörna skv. nýrri rannsókn

hrukkur: 4 augljósar en 30 í sól

Starfsreynsla: bankastörf í 3 bönkum sem eru ekki lengur til- já og í pylsuvagni í Danmörku sem er heldur ekki lengur til

Atvinna: án atvinnu

Áhugamál: ferðalög sem er ekki hægt að fara í

hmmmm.... jammm... spurning að fara að endurmeta gildin í lífinu..friday-garfield-cartoon 

 


orðaleikur

Ég á 2 ára son sem vill láta þurrka á sér puttana í hvert sinn sem eitthvað matarkyns snertir þá. Ég sat við matarborðið með honum ásamt dóttur minni sem er 7 ára. Sonur minn gefur frá sér hljóð og biður um að puttarnir séu þurrkaðir. Ég segi þá við hann, Oh- þú ert nú meiri pempían! Dóttir mín lítur á mig og biður mig vinsamlega um útskýringar á þessu skrýtna orði sem ég notaði. Ég útskýrði það fyrir henni hvað það þýddi og við héldum áfram að borða.

Nokkrum dögum síðar situr fjölskyldan við eldhúsborðið og gæðir sér á súkkulaðiköku. Sonurinn gefur frá sér hljóð og réttir fram puttana til þess að láta þurrka súkkulaðið sem hafði lent í lófanum. Dóttirin fylgist með og segir þá, oh- þú ert nú meiri lesbían!

Foreldrarnir hlógu svo mikið að þau gátu varla útskýrt fyrir undrandi dótturinni á háttalagi foreldra sinna, að það orðið væri reyndar pempía...


púff.... allt er að gufa upp

Ég er enn í sjokki, enda ekki skrýtið. Það sem ég er nú búin að velta fyrir mér er hvort ég geti enn tekið út séreignasparnað minn og hvort hann hafi nú lækkað við gjaldþrot SPRON.

Ég á hlutabréf í SPRON, markaður með þau bréf hefur verið lokaður síðan í október, ss. í 5 og hálfan mánuð. Ef ég hefði viljað selja bréfin, hefði ég ekki getað það og nú eru peningarnir púff-farnir. Þetta er allt stórt klúður og ég efast um að nokkur geti svarað þessu.

Mun SPRON vera lokað á mánudaginn eða mun starfsemin halda áfram í einhvern tíma?

Svör óskast...

 


sjokk... rosalegt sjokk...

Ég er ein af þeim sem hefur haft óbilandi trú á SPRON í þessu ferli, kannski af því að ég vann þar áður. Í SPRON vinnur fullt af frábæru fólki og verður leiðinlegt að vita til þess að aðeins hluti þess fær að halda starfi sínu.

Ég var að tala um það um daginn, að maður er orðinn dofinn fyrir fréttum á borð við gjaldþrot fyrirtækja, maður býst á einhvern hátt við að allir fari á hausinn. En.... ég bjóst ekki við þessu og er í sjokki í dag.

 


mbl.is SPRON til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga bónusar í útibúum banka rétt á sér?

Ég er fylgjandi bónusum í fyrirtækjum, fylgjandi því að ef fyrirtækið stendur sig vel, þá verðlaunar það starfsfólkið. Þá er mikið atriði að láta eitt ganga yfir alla og allir fái svipaða bónusa, annars geta orðið óþarfa leiðindi meðal starfsmanna og reiði út í yfirmann sem tekur geðþóttaákvarðanir varðandi bónusana. 

Í bankakerfinu er- eða var til svokallað bónuskerfi, að ef viðkomandi starfsmaður náði að selja viðskiptavini nýja vöru sem í boði var í bankanum, fékk hann pening fyrir eða gat jafnvel unnið sér inn utanlandsferð ef hann næði x mörgum. Viðskiptavinir séreignasparnaðar Kaupþings þurftu til að mynda að greiða fyrstu 11 innborganir í kostnað sem rann til viðkomandi sölumanns.

Það voru mismunandi átök í gangi á milli mánaða, einn mánuðinn var það að ná sem flestum inn í séreignasparnað, annan mánuðinn átti að ná sem mestum pening inn í sjóði.  Þá voru keppnir milli útibúa um það hver næði mestum peningi inn eða gat selt flesta þjónustuþætti. Það getur verið mjög hvetjandi fyrir starfsmann í banka að eiga möguleika á að vinna sér inn aukapening, en er þá ekki starfsmaðurinn að taka sína eigin hagsmuni fram yfir viðskiptavininn?

Mestu skiptir í þjónustufyrirtækjunum að hafa viðskiptavininn ánægðan og skapa traust á milli hans og fyrirtækisins. Þegar á reynir er viðskiptavinurinn minna líklegur til þess að fara annað, og er það mjög mikilvægt í dag að hugsa um þennan þátt.

Niðurstaða mín er semsagt sú- það er í lagi að veita bónusa og getur verið mjög hvetjandi, en ekki þannig að það bitni á viðskiptavinum bankans.

 


er sjór góður á bragðið?

svarið við því er nei og er ég að upplifa ógeðslegt sjávarbragð uppi í mér núna, það er eins og ég hafi borðað þang í hádeginu með smá osti. Jakkidíjakk.

Ég fór út að borða með vinkonu minni í hádeginu- ánægð með að komast út meðal fólks og borða almennilegan mat í hádeginu í stað þess að borða Bónusbrauð með osti. Ég valdi mér Grænmetislasagne og gerði ráð fyrir fersku bragði þess þegar það yrði borið á borðið. En neiiiii... Það kom til mín beint úr örbylgjunni og það var ótrúlega skrýtið bragð af því- ekki svona ferskt bragð. Og Hvítlauksbrauðið- því hafði verið dýft í sjóinn til að þrífa það, það er ég viss um.

Ég vona að þetta bragð sitji ekki fast í mér eins og þetta eina skipti sem ég drakk Gammel dansk. vúúúhhhhuuuu, hrollur.....


I was there...

Ég var viðstödd þennan fund og flutti stutt erindi varðandi atvinnuleysi og heilsu. Þetta var mjög svo áhugaverður fundur og komst ég að ýmsum sláandi staðreyndum.

Mjög flottur fundur og vel skipulagður í alla staði. Ég var mjög ánægð að fá að segja frá minni reynslu og vona að hún nýtist öðrum.


mbl.is Ögmundur: Viðfangsefnið er tröllaukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akkilesarhæll atvinnuleysingjans

Ég er ein af þeim manneskjum sem gleypir við hverri einustu auglýsingu varðandi utanlandsferðir. Ég held að þetta sé hreinlega minn Akkilesarhæll - hve sjúk ég er í ferðalög. Að sjá mynd af strönd fær mig til þess að láta hugann reika á fjarlæga strönd og heyra niðinn í sjónum, finna sandinn á milli tánna og sólina skína á andlitið. Að sjá einhverja mynd af Kaupmannahöfn- það þarf ekki að vera nema eitt hjól, þá fæ ég næstum því fiðring í magann.

Ég held að ég finni út fyrir landann hvernig er hægt að fara til stórborga og skoða bara það sem er ókeypis, ég gæti sett upp lista yfir söfn, kirkjur og kennileiti sem krefjast þess ekki að maður opni budduna í eitt skipti. Ég ætla samt mest að gera það fyrir sjálfa mig því þá gæti ég mögulega haft afsökun... til að hmmmm... ferðast. Kannski ekki núna, en bráðlega- vonandi.


leti spleti...

Það koma dagar sem eru svokallaðir letidagar og manni verður ekkert úr verki. Þetta geta oft verið svolítið erfiðir dagar sem maður er eirðarlaus og situr bara og dúllar sér í tölvunni allan daginn- sefur lengur og talar í símann.

Ég fór á skyldufund í Vinnumálastofnun í dag ásamt 15 öðrum og ótrúlegt en satt, rann skyndilega upp fyrir mér hve atvinnulaus ég er!! Smá reality check þarna á ferð Pouty

ga090316


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband