Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Það eru fleiri en búa á Akureyri!!!!
17.3.2009 | 11:39
Ég er ekki að átta mig á hvers vegna fyrirtæki hafa ekki áttað sig á þeim stóra markhópi sem atvinnulausir eru. Þeir ættu að bjóða þessum hópi að koma og versla við sig á dauðum tímum gegn vægu gjaldi;
- Staðir eins og bíóhús gætu haft mjög ódýrt í bíó á þeim tímum sem fólk með vinnu á erfitt að komast á og nýta þannig bíóhúsin. Hafa kannski sýningu einu sinni í viku klukkan 2.
- Reykjavíkurborg ætti að hafa mjög ódýrt í sund til 2 á daginn (eða ókeypis), þannig að allt fólk sem er heima við komist í sund.
- Ódýrt í golf á daginn fyrir atvinnulausa- ekki það að ég spili golf- en þetta er útivera og hreyfing sem er miklu betra en að sitja heima og bíða eftir að eitthvað gerist.
- Skíðasvæðin um allt land gætu selt ódýr lyftukort milli 2-4 á daginn
Vinnumálastofnun gæti séð um að fá fyrirtæki í lið með sér og hafa "vísindaferðir" í fyrirtæki á Íslandi þar sem hægt væri að skoða fjölbreyttan iðnað. Þannig gætu atvinnulausir kannski hugsað sér að starfa á öðrum vettvangi en áður og gæti það verið mjög gott.
Ríflega 17 þúsund á atvinnuleysisskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
sniðug síða
16.3.2009 | 19:52
Ég lenti á svolítið sniðugri síðu áðan á vegum Forsætisráðuneytisins; http://www.island.is/endurreisn
Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi barnabætur, séreignasparnað, réttindi og bætur þegar maður er atvinnulaus osfrv.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sundgarpar í Hafnarfirði
16.3.2009 | 15:45
Atvinnulausir fá frítt í sund í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aldrei gefast upp!
16.3.2009 | 01:32
Það getur verið erfitt að vera atvinnulaus og ég er ekki viss um að fólk átti sig alveg á því. Þegar maður fær email frá ráðningstofunum um að maður hafi ekki komist í viðtal og að ráðið hafi verið í starfið- getur maður fyllst vonleysi. Aðalatriðið er að gefast aldrei upp!! Þetta er tímabil sem maður er að ganga í gegnum og maður verður að trúa því að ástandið batni. Ég hugsa þannig að minnsta kosti, ég trúi því enn að eitthvað frábært bíði mín þarna úti og að það er bara spurning um tíma hvenær það muni gerast.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
ertu í súperformi eða hvað???
15.3.2009 | 10:38
Ég taldi mig vera í ágætu formi og ákvað því að fara í þrek og púl tíma. Ég fór í einhverja strigaskó sem ég fann inni í skáp þar sem hinum var stolið um daginn. Ég stóð innan um slökkviliðsmenn og beið eftir að tíminn byrjaði, var að spá í að láta mig hverfa en ákvað að gera það nú ekki þar sem ég er í svona líka súperformi. Þegar hálftími var líðinn af tímanum var ég komin með blóðbragð í munninn, svimaði og sveið út um allt. Ég lét mig hafa það að klára tímann en ég komst varla út í bíl- ég skalf svo mikið. Ég ber þess enn merki að hafa farið í þennan tíma, vonandi er ég sterkari fyrir vikið en ég trúi því að þetta hafi borgað sig !!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Já sæll, hvert fór séreignasparnaðurinn minn???
13.3.2009 | 09:50
Ég beið spennt eftir að frumvarp um séreignasparnað yrði samþykkt, því samkvæmt heimabankanum mínum átti ég 1,3 milljón. Það var frábært og átti að leysa allan vanda fjölskyldunnar, við ætluðum að vera ótrúlega skynsöm og nota peninginn til að greiða inn á lán. Ég borgaði í þennan sparnað í 4 ár, en var alltaf svolítið skeptísk varðandi það að leggja pening inn í banka sem ekki mátti hreyfa í tugi ára. Ég gerði það nú samt og skráði mig í svokallað æviskeið í bankanum- því yngri- því meiri áhætta. Þetta var sú leið sem allir mæltu með og veit ég það þar sem ég er gamalreynd bankamanneskja.
Ég talaði við bankann minn í gær og kom þá í ljós að staðan í heimabankanum var ekki rétt. Það átti eftir að setja inn núverandi gengi séreignasparnaðarins. Hmmmm... já sæll. Nú kemur í ljós að ég á ekki nema 690 þúsund, sem er um helmingi minna! Hvers vegna er þessi sparnaður ekki ríkistryggður eins og svo margt annað??
Ég er viss um að það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir þessari rýrnum og vildi ég vekja athygli á þessu. Mesta rýrnunin er hjá ungu fólki (18-40 ára) sem hefur borgað í séreignasparnað og er skráð í æviskeið hjá bönkunum.
Að finna hagkvæma lausn á vandanum
12.3.2009 | 14:38
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
púfff.... sparnaðurinn horfinn
11.3.2009 | 14:48
Ég hef lært að leggja eitthvað til hliðar í gegnum tíðina, enda er ég þaulreynd bankamanneskja. Ég passaði upp á það að leggja ekki öll eggin í sömu körfuna eins og ég hafði lært og greiddi því sparnað í hlutabréfasjóði, hlutabréf og inn á sparnaðarreikning. Mánaðarlega var dregið af launum mínum og sparnaðurinn hækkaði jafnt og þétt með ári hverju. Ég fékk svo yfirlit frá bankanum um hlutabréfaeign mína. Jamm.... það eru örugglega margir í sömu sporum og ég. Á síðasta ári lagði ég 130 þúsund í íslenskan hlutabréfasjóð en ég átti eitthvað þar fyrir. Nú á ég 3700 krónur. Ég keypti bréf í Exista fyrir 150 þúsund, ég á núna 130 krónur. Ég keypti hlutabréf í Flaga Group fyrir 70 þúsund, það eru núna 36 krónur. Og síðast en ekki síst keypti ég stofnbréf í SPRON fyrir um 1 milljón sem nú eru - jah, ég veit ekki hve mikils virði, enda hefur ekki verið hægt að sjá það eftir hrunið mikla. Peningarnir sem ég lagði svo inn á sparnaðarreikning hafa horfið síðustu mánuði og verið notaðir til að greiða reikninga og annað.
Ég hef greinilega ekki verið nógu skynsöm, þó svo að ég hafi haldið það þá. Ég leit á þennan sparnað sem gott veganesti inn í framtíðina og gæti jafnvel einn daginn keypt lítið hús utan um fjölskyldu mína. Eftir sit ég með sárt ennið og engan pening. Sem betur fer er ég ung og á eftir að klóra mig út úr þessu, en hvað með hina sem ekki hafa eins langan tíma og ég?
Maður verður að vera jákvæður og segja að maður hafi lært af þessu öllu saman þó svo að þetta hafi verið dýr lærdómur.
sannleikskorn um eyðslu..
11.3.2009 | 01:18
Þegar maður er atvinnulaus, heyrir maður oft setninguna "hva, hefur þú efni á þessu, ertu ekki atvinnulaus"? Ég tel mig vera mjög skynsama en að sjálfsögðu getur maður ekki hangið heima að telja peninga allan daginn. Ég hef lært að hægt er að fara í bíó undir þúsund kalli með því að fara bara í bíó á ódýrum dögum og taka með "nesti". Myndin er alveg jafngóð og maður fer sáttur heim. Það vill oft til að einhver vinnandi vilji hitta mig í hádeginu og þá vel ég frekar ódýran stað og sleppi því að fá mér gos með matnum- sem ég hefði áður ekki gert.
Óafvitandi þegar maður er að spara, lærir maður að nota minna af ákveðnum nauðsynjum, eins og tannkremi, klósettpappír (nota báðar hliðar- eða þannig), minna sjampó og minna af uppþvottaefni, því allt telur.
Ég hef komist að því að þegar ég fer að vinna, verð ég ríkari ef ég held áfram að spara eins og ég hef gert, því ótrúlegt en satt- kemst maður af með minna en maður heldur og nær samt að vera hamingjusamur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
loksins loksins...
10.3.2009 | 14:55
... er þetta frumvarp gengið í gegn og hef ég beðið eftir því í smá tíma. Þessi upphæð, þó svo að hún sé ekki há eftir að maður er búinn að borga skatt af henni, hjálpar auðvitað eitthvað í baráttunni við skammtímaskuldir heimilanna. Ég get alla vega sagt það að þessi upphæð er kærkomin á mínu heimili.
Frumvarp um skyldusparnað samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)