Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Séreignasparnaður (sjá færslu 1.apríl)

 Ég fékk þetta svar frá viðskiptaráðuneytinu við fyrirspurn sem send var 1.apríl síðastliðinn og sendi svo ítrekun 6.apríl varðandi séreignasparnað: 

Tilvísun í mál: VRN09040004

Ráðuneytið hefur móttekið erindi yðar dags. 1. og 6. apríl sl. Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að innlánadeild Tryggingarsjóðs tryggir innistæður í bönkum og sparisjóðum. Verðbréfadeild sjóðsins tryggir að verðbréf, hlutdeildarskírteini eða reiðufé sé tiltækt fyrir eigendur þeirra ef á reynir. Þannig tryggir verðbréfadeild glötuð verðbréf, hlutdeildarskírteini eða peninga. Verðbréfadeild tryggir ekki markaðsverðmæti verðbréfasjóða þar sem markaðsverðmæti ræðst af verði undirliggjandi eigna.

Þegar séreignarsparnaður er á sérstökum innlánsreikningum (lífeyrisbókum), er ljóst að slíkur sparnaður er varinn af Tryggingarsjóði. Þegar hins vegar séreignarsparnaður er ávaxtaður í ýmsum sjóðum bankastofnana ræðst verðmæti þeirra af undirliggjandi eignum viðkomandi sjóða en markaðsverðmæti þeirra er ekki varið af Tryggingarsjóði.

Nálgast má nánari upplýsingar hjá SPRON sjá: http://www.spron.is/Article.aspx?catID=2441&ArtId=3949

Málefni lífeyrissjóða og þar með séreignalífeyrismál heyra undir fjármálaráðuneytið og verður erindi yðar jafnframt framsent þangað í samræmi við 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

 


mohohohohoho...... Southpark- and now it's gone

Stundum verður maður bara að hlæja....

 


Þetta snertir alla!

Þegar ég fer að hugsa um þessa rosalega tölu, að atvinnulausum fjölgi um ca. 1000 manns á milli mánaða, hríslast um mig ónotatilfinning sem mér þykir erfitt að ýta burt. Það sem er hræðilegast er að þessi tala virðist ekki fara minnkandi, heldur hækkar hún bara!

Ég var spurð um daginn hvað búið væri að gera fyrir atvinnulausa á Íslandi og þurfti ég að hugsa mig vel um áður en ég gat svarað þeirri spurningu. Það er búið að gera eitthvað- en ekki nóg. Ef 1000 manns bætast við atvinnuleysisskrá í hverjum mánuði, þyrfti að búa til jafnmörg störf á móti.

Ég fæ mínar atvinnuleysisbætur í hverjum mánuði fyrir að vinna ekki neitt, hvers vegna er ekki hægt að skapa störf fyrir þennan hóp af fólki? Þegar ríkið fer að skera niður stöðugildi hjá sér, hvað er þá eftir?

Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna ríkið ákveði ekki að nýta allt sem þeir geta til þess að skapa störf fyrir einstaklinga. Vinnumálastofnun greiddi út 2 milljarða um síðustu mánaðamót í atvinnuleysisbætur. Tel ég að sú upphæð sé dropi í hafið miðað við öll þau útgjöld sem ríkið þarf að greiða og væri því ekki nær að leyfa fólki að halda vinnu sinni hjá ríkinu og skapa ný stöðugildi í stað þess að "gefa" peninginn? 

 


mbl.is Yfir 12 þúsund á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysisbætur- upplýsingar

Þessar upplýsingar fann ég hjá Vinnumálastofnun varðandi atvinnuleysisbætur. Sem betur fer er gert ráð fyrir því að maður þurfi að borða á helgidögum :) 

Lægri greiðslur eiga sér skýringu 

Vegna fjölda fyrirspurna vill Greiðslustofa Vinnumálastofnunar útskýra að greiðslur í útborgun dagsins eru heldur lægri en í síðustu útborgun vegna þess að greitt er fyrir færri daga nú en þá. Í dag er verið að greiða fyrir tímabilið 20. febrúar - 19. mars og eru það 20 dagar. Fullar bætur á dag eru 6.900 kr. og gerir mánuðurinn því 138.000 kr. Atvinnuleysisbætur eru alltaf greiddar fyrir hvern virkan dag en ekki sem mánaðargreiðsla.  Þar sem margir frídagar eru í apríl skal tekið fram að greitt er fyrir alla daga nema helgardaga þ.e. fyrir 5 daga vikunnar hvort heldur þeir eru frídagar eða virkir dagar. Í næsta mánuði verður því greitt fyrir 21 dag.

ensk þýðing sem heppnaðist ekki alveg..

Ég á það stundum til að fara á salernið í World Class í Laugum af illri nauðsyn þar sem mér er illa við almenningssalerni- það er bara þannig. Anyhow, þá hlæ ég alltaf jafnmikið þegar ég fer þarna inn og kem hálfvandræðanleg út úr básnum ef einhver bíður fyrir utan og horfir undarlega á mig- enda er ekki vaninn að hlæja á klósettum.

Ástæðan fyrir því að ég hlæ, er að það hanga tveir eins miðar á klósettinu- annar á hurðinni og hinn á veggnum, svo þeir fari alls ekki framhjá manni. Á miðanum stendur;

Ekki henda þessum hlutum ofan í klósettið:

dömubindum, málmhlutum (hver gerir það??), og svo kemur eitthvað sem ég man ekki.

Hér kemur svo enska þýðingin sem ég hlæ alltaf jafnmikið að- hún stendur fyrir neðan þá íslensku;

Do not throw these things to the toilet:

og svo kemur upptalningin.

Greyið enskumælandi klósettfararnir lesa þetta og hætta að henda hlutum að klósettinu og setja þá frekar ofan í það... mohohohoooo....

worst_job_in_the_world


Bréf til Viðskiptaráðherra varðandi séreignasparnað

Ég sendi þetta bréf á aðstoðarmann viðskiptaráðherra í dag- ekki gott að sitja með hendur í skauti þegar svona mál eru annars vegar:

Sæl Helga,
mig langar að koma með eftirfarandi fyrirspurn til viðskiptaráðherra;
Samkvæmt yfirlýsingu viðskiptaráðherra kom fram þegar SPRON fór á hausinn, að innistæður væru að fullu tryggðar. Þá á við innistæður á sparireikningum en ekki sjóðum eins og kom skýrlega fram í október þegar hinir bankarnir fóru á hliðina.
Mjög fáir viðskiptavinir í gamla SPRON voru með séreignasparnað sinn á verðtryggðum bókum þar sem flestir skráðu sig í æviskeið. Aldurshópurinn 18-40 ára hefur nú þegar tapað miklu af séreignasparnaðinum sínum (ca helming).
 Mun núverandi innistæða séreignasparnaðar vera tryggð líka, eða er sá peningur bara gufaður upp?
Þegar ríkið gerir að lögum að vinnuveitendum sé skylt að greiða 2% mótframlag í séreignasparnað og ýtir þess vegna undir að fólk nýti sér það, ætti séreignasparnaðurinn þá ekki að vera tryggður eins og innistæður?
 
Ég vona að þetta mál verði skoðað, því þetta er mér mjög hugleikið.
Bestu kveðjur,
Inga Jessen

Ef ég fæ svar, mun ég birta það á síðunni.


úúúú... spennó

Næstum 40 atvinnulausir New York búar köstuðu símum og tóku þátt í alls konar leikjum í gær áÓlympíuleikum atvinnulausra.

„Þetta er bara léttur og skemmtilegur viðburður svo fólk fari úr húsi og skemmti sér,“ sagði hinn 26 ára gamli hugbúnaðarverkfræðingur. Fólk sem starfað hafði í bönkum, auglýsinga- eða skemmtanabransanum keppti m.a. í hlaupi sem kallaðist „hlaupið í átt að atvinnuleysi.“ Goddard segir viðburðinn kjörinn til að dreifa huga fólks og gera því kleift að kynnast öðrum í sömu stöðu.

Til að fá að taka þátt í leikunum varð fólk að framvísa uppsagnarbréfinu. Í laun fengu sigurvegarar gjafabréf á nálæga veitingastaði og bari sem styrktu leikana.

 Þetta líst mér vel á, ég viðurkenni að ég er orðin sérfræðingur í skrifstofustólahlaupi, ruslakasti og pennakasti. Ég er til í að taka þátt í þeim greinum og get garanterað að ég vinn þetta, enda með atvinnuleysisforskot :)


mbl.is Ólympíuleikar atvinnulausra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja bókin

Það er góður dagur í dag. Ég verð í Hagkaup í Kringlunni klukkan 4 í dag að árita nýju bókina mína.

Bara smá auglýsing í gangi- hehe.... Sjáumst :)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband