árið 2009

Jæja, nýtt ár gengið í garð- oddatöluár, er það betra eða verra? Ég settist niður í gærkveldi og setti mér markmið fyrir árið eins og að fara að minnsta kosti tvisvar upp á Esju, fá vinnu, spara pening og lesa meira.

Nú er kominn janúar og ég er búin að vera atvinnulaus síðan á síðasta ári! Nú er um að gera að spýta í lófana og koma sér á framfæri hvarvetna. Ég ætla að setja upp plan og fara eftir því. Góður vinur minn sem líka var atvinnulaus, setti allt upp í Excel, þe. hvar hann sótti um vinnu, tengilið, hvenær hann sendi inn umsókn, símanúmer og hvenær hann ætti að hringja til að minna á sig. Þannig náði hann að halda utan um allar sendar umsóknir. Hér ber að geta að þessi vinur er kominn með vinnu núna og óska ég honum innilega til hamingju. Mér finnst þetta ótrúlega gott plan hjá honum og ætla mér að hanna svona skjal í næstu viku þegar jólin eru búin.

Svo er ég byrjuð á fyrstu bókinni minni á þessu ári- Draumaveröld kaupalkans, hentar mjög vel miðað við líðandi stund. Ég náði líka að leggja uppsafnaða vexti inn á sparnaðarbók og munu þeir koma sér vel síðar á árinu. Þetta voru heilar 14 þúsund krónur. Ég get keypt 7 pakka af bleijum eða 14 pakka af Andrex klósettpappír fyrir þennan pening. Mun væntanlega koma sér ótrúlega vel.

Ég hef uppgötvað það eftir að vera farin að finna svolítið fyrir sultarólinni, að lífið er bara rosalega gott án mikilla peninga. Ég hef í staðinn eytt meiri tíma með fjölskyldunni heldur en að eyða peningum. Svo er ég farin að gera við göt á fötum í staðinn fyrir að henda þeim og er það bara frábært að læra svona nytsamlega hluti.

Nú eru 4 dagar í að stöð 2 verði lokað og hef ég náð að undirbúa þá kveðjustund vel. Ég hef uppgötvað heim niðurhals (loksins segja sumir) og ber að geta hér að það er fullkomlega löglegt. Þarna sparast 6400 krónur á mánuði þar sem stöð 2 mun hækka um 10% frá 1.janúar. Það er næstum því hægt að fylla á bílinn fyrir svona upphæð!

Góðan daginn eða góða nótt...

Over and out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kem með þér á Esjuna! Þ.e. ef þú vilt hafa mig með?

Greta (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband