Reykjavík- Andabær

Hæ hæ,

Ingasína hérna að blogga frá Andabæ. Mig langar að segja ykkur aðeins frá þessum fallega bæ. Besta vinkona mín er Andrésína. Hún á kærasta sem heitir Andrés og er hann svolítið seinheppinn- greyið. Hann missir mjög oft vinnuna og erum við núna á sömu hillu- bæði atvinnulaus.. Andrés á gamla dollu sem hann keyrir á, en það er eins og honum sé alveg sama um hin veraldlegu gæði- þar til hann hittir Hábein. Hábeinn er rosalega heppinn enda hefur hann fengið það ágæta viðurnefni. Hann keyrir um á glæsibifreiðum, nælir í sætustu stelpurnar og fær allt upp í hendurnar í orðsins fyllstu merkingu. Hann þarf ekki einu sinni að vinna!!

donald

Andrés á frænda sem heitir Jóakim. Jóakim er ríkasti maðurinn í Andabæ og einn af þeim ríkustu í öllum heiminum. Hann á byggingar, verslanir og fullan kassa af peningum. Hann á að vísu svo mikið af peningum að hann getur synt í þeim! Andrés vinnur stundum smá fyrir hann, en hann fær svo illa borgað að það er varla þess virði. Ég sótti einu sinni um vinnu hjá Jóakim við að fægja peninga, en ég átti að fá 3 aura á tímann! Jóakim hefur náð að vera svona ríkur með klækjum, svikum og prettum. Andrés sagði mér að frændi hans sé ekkert sérstaklega hamingjusamur, hann er alltaf að hugsa um Bjarnarbófana og Hexíu. Svo hefur hann hrakið vini sína í burtu- fyrir utan einstaka önd sem límir sig á ríkt fólk. Erkióvinur Jóakims er Gull-Ívar eða Jói Rokkafellir. Hann er næst ríkastur á eftir Jóakim. Þeir sækjast oft í sömu hlutina og eiga í "fjármálastríði". Þeir eru báðir jafnslæmir. Gull- Ívar býr að vísu ekki í Andabæ, hann býr nú í öðru landi, gæti verið eitthvað með skattinn að gera (??)

scroogemcduck

Jæja, best að fara til Andrésínu, við ætlum að búa til límonaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband