Ertu búin að missa vinnuna?

Þegar ég hitti kunningja á förnum vegi, gamla samstarfsfélaga, vini eða fjölskyldu- fæ ég oft spurningar eins og

" hvernig ganga málin hjá þér?"

"Eitthvað að frétta?"

"hva, ertu ennþá með vinnu?"

Fólk er að sjálfsögðu bara að vera kurteist og jafnframt svolítið forvitið sem er bara ágætt, en stundum hljómar það eins og maður sé haldinn banvænum sjúkdómi eða eitthvað. Fólk veit ekki alveg hvað það á að segja þegar maður flytur þau tíðindi að maður hafi misst vinnuna. Sumir segjast samhryggjast eins og einhver hafi dáið, aðrir fá tár í augun.

Ég er eins og gefur að skilja orðin frekar þreytt á þessum samræðum þó ég tali mjög opinskátt um ástandið mitt. Stundum finnst mér ágætt að ræða málin- stundum ekki. Ég er þó komin með lausn á þessu vandamáli- ég ætla að láta hanna bol sem á stendur : "ég er atvinnulaus og hef það fínt". Ég gæti líka átt fleiri boli með áletrunum eins og "þú mátt endilega spyrja mig hvernig ég hafi það" eða mig vantar vinnu, getur þú reddað mér?" Þannig er hægt að forðast þessar spurningar en um leið hægt að koma sér á framfæri.

Ef þig vantar svona boli, láttu mig vita :) hmmm.... kannski komið atvinnutækifæri þarna....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um að hanna bol, þú hefur séð þennan flotta bol sem er á markaðnum..IceSlave

http://www.cafepress.com/iceslave

Ásdís (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 19:30

2 identicon

Mundu að þú ert ekki atvinnulaus heldur milli starfa. Las þettta í Mogganum í gær.

P.S. Þú gætir örugglega verið góð í bolabissness. Teiknaðu bara nokkra kalla eins og þú gerðir einu sinni, prentaðu boli og þú værir pottþétt komin í rífandi bissness.

Greta (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 21:28

3 identicon

Brilljant hugmynd, án gríns, myndir alveg selja svona boli

:Welcome to Half-priceland.....

Ella (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:17

4 identicon

Þú myndir örugglega gera góða hluti með þessa boli þar sem það eru jú ansi margir í sömu stöðu og þú á klakanum...

Erla (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband