Money money

Á morgun líkur mínum fjárhagsáhyggjum fyrir fullt og allt. Ég ætla að mæta á fimmtudaginn í bankann og segja þeim kurteisislega að ég ætli að greiða upp íbúðalánið og lánin á báðum bílunum. Svo ætla ég að fara í Kringluna og versla fullt af fötum- ekki á útsölu. Að lokum ætla ég að hringja í lýtalækni og panta tíma í eyrnasneplaminnkun- kannski henda inn svona brjóstalyftingu. Svo er það bara Bahamas um páskana og Florida í sumar.

Þetta er bara svo ótrúlega auðvelt. Á morgun ætla ég að eyða þúsundkalli og breyta honum í milljónir! Ég sá nefnilega að það er hægt að vinna allt að 500 milljónir í Víkingalottó á morgun. Ég var einmitt að hugsa um svona styrktarsjóð- bara til að gera eitthvað göfugt fyrir peninginn, svona 100 milljóna króna sjóð, þá eru bara 400 milljónir eftir. Víííí.... Já, hver vill vera vinur minn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég pantpant. Ekki gleyma sáttmálanum sem við gerðum einu sinni; ef annað okkar vinnur í lottói gefur það hinu helming. Orð skulu standa....sérstaklega ef þú vinnur og ekki ég.

Þorri (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:48

2 Smámynd: Inga

ha?... uuuu... ég man ekkert eftir því... En til að koma til móts við þig- þá skal ég bjóða þér út að borða

Inga, 21.1.2009 kl. 11:45

3 identicon

Þú ert svo sniðug Inga, svona á að fara að þessu  

Bryndís (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 13:45

4 identicon

Þú ert frábær Inga og takk fyrir að segjast ætla gefa mér 50.000 Dollara....ekki rugla við krónur  Þú ert best

Ásdís (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband