ha... sagði einhver útlönd???

Þegar maður missir vinnuna er mikilvægt að maki manns stendur með manni. Ég segi þetta ekki bara af því að það er gáfulegt, heldur er það í alvöru mikilvægt. Þegar það voru til peningar, gat maður leyft sér hluti eins og að fara til útlanda og fara út að borða og njóta þannig nærveru hvors annars. Hraðinn í þjóðfélaginu var einnig svo mikill að þetta var kannski eini tíminn sem fannst til að vera saman. Nú þegar það eru engir peningar, þurfa hjón að finna eitthvað annað skemmtilegt að gera saman, sum hjón þurfa jafnvel að kynnast upp á nýtt og getur það oft reynst mikil þrautaganga.

Við hjónakornin erum nánari en nokkru sinni, við spilum á kvöldin (ekki öll kvöld samt), hittumst oft á tíðum við eldhúsborðið í hádeginu og náum þannig að eyða meiri tíma saman. Okkur finnst það mjög huggulegt, þó svo að það hafi nú líka verið ótrúlega gaman að fara til útlanda.

Ég held svei mér þá að ég hefði átt að verða flugkona, ég veit fátt skemmtilegra en að fara í flugvél eins ótrúlegt og það virðist vera. Ég elska að keyra til Keflavíkur, fæ hnút í magann þegar fólk segist vera að fara til útlanda og svo finnst mér æðislegt að sitja í flugvél og bíða eftir að hún takist á loft. Hjá mörgum er það kvöl að fara í flugvél en það er það ekki hjá mér. Móðir mín sagði eitt sinn við mig að maður gæti sko alveg fengið leið á því að fara út ef maður færi oft, en það hefur ekki enn gerst hjá mér. Oh... bara að ég hefði orðið flugkona.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra hvað þið eruð dugleg að eyða tíma saman..það kemur þá eitthvað gott út úr þessu öllu saman, eflaust fyrir fleiri en ykkur því fólk fer að endurskoða gildin og leggja áherslu á aðra hluti en það gerði.

Ég er samt sammála þér með það að það er ótrúlega gaman að fara til útlanda og löngunin minnkar ekkert eftir því sem maður fer oftar (a.m.k ekki hjá mér) heldur eykst ef eitthvað er þannig að það hefði líklega ekki verið vitlaus hugmynd fyrir mig líka að verða bara flugmaður/kona hehe.

Erla María (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Soffía

Góður punktur.  Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt.  Ég er að reyna að sjá þig fyrir mér í flugmannsoutfittinu, hmmm jú, það er alveg að ganga

Soffía, 2.3.2009 kl. 13:23

3 identicon

Ég er algjör andstæða..ætli það sé ekki vegna þess, hvernig ég ferðast, þar sem ég bý erlendis er mitt sumarfrí að fara til Íslands ! fæ alltaf hnút í magann að þurfa að bögglast með Icelandair krimmunum ! næst fer ég með Virgin til London og Express til ISL !

Asdis (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband