Melónan

Ég fór í Hagkaup áðan til að kaupa einn hlut og þar var kona fyrir framan mig í röðinni sem keypti gula melónu. Hún var ekkert stór (þe. melónan) en ég sá þegar hún var vigtuð (þe. melónan) og hún kostaði 480 krónur! Mig langaði næstum því að hnippa í konuna sem stóð sveitt og setti í poka en hún virtist ekki taka eftir þessu háa verði á melónunni. Ég kenndi í brjósti um hana (ekki melónuna heldur konuna) að hún hafi ekki uppgötvað það sem ég hef síðustu mánuði- að spara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta heil melóna eða nokkrir bitar á bakka? Veit ekki hvað skal segja um þetta verðlag, en ef þetta var heil melóna gæti hún fengið út út þessu ansi marga bita, og fyrir marga, til að bíta í, sem morgunréttur, eða eftirréttur.

Ég fór í Bónus í dag og keypti skyr. Ein lítil bláberjadolla kostar þar 100 kall og dugar sem morgunmatur eða t.d. hádegisréttur fyrir matgranna manneskju.

En hvað varst þú annars að vilja í Hagkaup, þegar þú getur gert ódýrari matarinnkaup annars staðar (nema þú hafir verið að kaupa eitthvað sem fæst t.d. ekki í ódýrari verslunum ???) Bara svona spyr. :)

ingibjörg magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 02:53

2 identicon

Veistu það Inga, þetta er ekkert mikið ódýrara í Frakklandi. Þegar það er ekki melónu-árstíminn - þá kostar hún örugglega ekki minna en 3 €. Það er nefnilega mjög dýrt að lifa heilsusamlegu lífi. Þeir sem minnst hafa á milli handanna eiga miklu frekar við offituvandamál að stríða. Það er miklu miklu ódýrara að kaupa 2 kg af frosnum frönskum en 1 stykki melónu - og þú færð miklu miklu fleiri hitaeiningar fyrir peninginn.

En hvað grænmetið og ávextina varðar verður maður bara að reyna að sleppa því að kaupa melónur á þessum árstíma, þær verða pottþétt helmingi ódýrari í sumar (ekki það að ég sé búin að læra nákvæmlega hvenær maður má kaupa hitt og þetta, ég kaupi bara það sem er á tilboði í búðunum hverju sinni...)

Lilja (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:57

3 identicon

Ég er einmitt í þeim gír að kaupa suma ávexti bara þegar þeir eru á tilboði. T.d. vatnsmelónur. Ég er líka orðin miklu meðvitaðri um hvað allt kostar og er farin að reikna út hvað hvert epli kostar því ég á eina mjög öfluga eplaátsstelpu. Mér dettur ekki í hug að kaupa innpakkaða ávexti, reyni að kaupa tómata og sveppi í lausu ofl.

Skil heldur ekki fólk sem kaupir innpakkaðar grillkartöflur. Ekkert smá sem maður borgar fyrir álpappírinn!

Greta (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 09:12

4 identicon

Hahahaha!!!  Innpakkaðar grillkartöflur - hámark letinnar!

Lilja (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband