oh, þú ert svo heppin...
3.3.2009 | 10:21
Að sofa út eru forréttindi sem atvinnulausir hafa, að vísu reyni ég að sofa ekki út nema kannski einu sinni í viku en þeir sem vinna, telja það að öllum líkindum mikinn lúxus. Einhverjir hafa skotið að mér að ég sé heppin að vera atvinnulaus, þurfi aldrei að vakna snemma og geti bara dúllað mér alla daga. Að sjálfsögðu kemur þetta frá vinnandi fólki. Mér finnst ég ekki vera heppin, ég er óheppin og myndi glöð gefa frá mér þennan "lúxus" á augabragði fyrir stöðugar tekjur, gott vinnuumhverfi og að þurfa að vakna til að fara í vinnuna. Það sem gleymist einnig í þessu "heppna" tali er að atvinnulausir eiga það til að einangrast félagslega ef þeir passa sig ekki.
Að þessu sögðu hef ég ákveðið að á fimmtudaginn mun ég sofa lengur, af því að ég er svo "heppin"....
Athugasemdir
Já, þú ert sko ótrúlega heppin (lesist með kaldhæðni í röddinni)
* að geta sofið til hádegis á hverjum degi,
* verið í ræktinni 5 klukkutíma ef þú vilt það
* tekið til allan daginn
* lesið 2 bækur á dag
* að þurfa að velta hverri krónu fyrir þér
* að þurfa ekki að mæta í vinnuna á hverjum degi
* þurfa ekki að hafa þig til á morgnana
* að geta verið í "hjemmedragten" allan daginn
* þurfa ekki að vera á klukkunni að sækja krakkana
* geta föndrað, prjónað eða gert það sem þér finnst skemmtilegast á hverjum degi
Já, ég öfunda þig alveg gríðarlega og mynda skipta við þig í hvelli - NOT (kannski bara einn dag).
En mér finnst þú hrikalega óheppin að týna/gleyma/láta stela frá þér svo að segja GLÆnýjum ASICS skóm í ræktinni.
Baráttukveðjur, frá stóru systur :-)
Greta (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 15:11
takk dúllan mín, ég met þetta mikils. Ég er enn að grenja yfir skónum, snöft snöft...
Inga, 3.3.2009 kl. 15:40
Sæl, Inga.
Það er leiðinlegt að heyra hverning komið er fyrir þér. Þú (og allir þeir sem eru í sömu stöðu) eiga alla mína samúð. Það er bara til eitt orð yfir þetta og það orð er stórt, þetta ástand er ÖMURLEGT. Þetta ER ekki gaman. Ég hef sjálfur upplifað þetta og þó að það hafi verið erfið reynsla, dróg og marga lærdóma af því.
En sam gamall kennari þinn (nei, ég er ekki gamall). Sem fyrrum kennari þinn og leiðbeinandi í THÍ er ég með eina ábendingu til þín sem gæti bætt stöðu þína núna:
Nú eru kosningar fram undan og stjórnmálaflokkana vantar hundruði sjálfboðaliða til ýmissa starfa.
Þú ættir því að hafa samband við þann stjórnmálaflokk sem þú telur að höfði best til þín, og bjóða fram krafta þína!
Þetta geta verið ýmis verkefni fyrir kosningar eins t.d. að undirbúa fundi, sjá um útgáfu á ýmis konar kynningarefni, bæklingum og blöðum. Haldi úti heimasíðu flokksins, rita greinar, virkja fólk til starfa, aðstoða við prófkjör og hvaðan af eina sem væntanleg þingmannsefni þurfa á að halda fyrir kosningar.
Þetta mun virkja þig og þú fær allt í einu tilgang og þú kemur til að skipta máli og getur lagt þitt af mörkum til að sá flokkur sem þú vinnur fyrir fái framgang í komandi kosningum.
Þetta mun opna margar dyr fyrir þig. Þú munt kynnast fult af áhugaverður fólki og eignast nýja vini. Að auki muntu komast í ferðalög, þó ekki væri nema út á land vegna fundahalda og ýmissa annarra verkefna.
Hver veit nema að þingmannsefnið sem þú vannst fyrir verði ráðherra eftir kosningar og þú kannski aðstoðarmaður viðkomandi ráðherra?
Og kannski finnur þú "stjórnmálamanninn" í þér og þar með nýjan framtíðarstarfsvettvang fyrir þig? Kannski verður þú verkefnastjóri í atvinnuátaksverkefni eftir kosningar. Þú hefur allavegana þekkingu á málefninu.
Allavegana, þetta er tækifæri fyrir þig að koma þér á framfæri og sýna hvað í þér býr og virkja starfskrafta þína. Ég er viss um að sá flokkur sem þú velur að bjóða fram krafta þína, mun taka þér opnum örmum. Stjórnmálamenn hafa alla samúð með fólki sem er atvinnulaust og munu vilja gera allt fyrir það.
Það mun verða nóg að gera hjá þér fyrir kosningar á vettvangi sem að framlag þitt skiptir verulegu máli.
Mundu að ekkert varir að eilífu, ekki einu sinni atvinnuleysi.
Gangi þér vel í baráttunni:
Bestu kveðjur:
Örn Jónasson
Örn Jónasson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:19
Sæl Inga. Ég get kannski bent þér á vinnu
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.3.2009 kl. 09:37
Sæll Örn, takk kærlega fyrir góð ráð og þau verða tekin mjög alvarlega.
Inga, 4.3.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.