ensk þýðing sem heppnaðist ekki alveg..

Ég á það stundum til að fara á salernið í World Class í Laugum af illri nauðsyn þar sem mér er illa við almenningssalerni- það er bara þannig. Anyhow, þá hlæ ég alltaf jafnmikið þegar ég fer þarna inn og kem hálfvandræðanleg út úr básnum ef einhver bíður fyrir utan og horfir undarlega á mig- enda er ekki vaninn að hlæja á klósettum.

Ástæðan fyrir því að ég hlæ, er að það hanga tveir eins miðar á klósettinu- annar á hurðinni og hinn á veggnum, svo þeir fari alls ekki framhjá manni. Á miðanum stendur;

Ekki henda þessum hlutum ofan í klósettið:

dömubindum, málmhlutum (hver gerir það??), og svo kemur eitthvað sem ég man ekki.

Hér kemur svo enska þýðingin sem ég hlæ alltaf jafnmikið að- hún stendur fyrir neðan þá íslensku;

Do not throw these things to the toilet:

og svo kemur upptalningin.

Greyið enskumælandi klósettfararnir lesa þetta og hætta að henda hlutum að klósettinu og setja þá frekar ofan í það... mohohohoooo....

worst_job_in_the_world


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha... ótrúlega fyndið :-)

Einmitt hvaða málmhluti er fólk að henda í klósettið?

Greta (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 08:39

2 Smámynd: Soffía

LOL

Hey, þú ert komin á topp tíu listann yfir vinsælustu moggabloggarana.

Soffía, 4.4.2009 kl. 10:06

3 identicon

Ég hlæ líka alltaf að þessu þegar ég fer á klóið í WC haha :) Þú ættir kannski að bjóða fram enskukunnáttu þína fyrir smá greiðslu ;)

Ragga (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband