Atvinnuleysisbætur- upplýsingar
4.4.2009 | 14:17
Þessar upplýsingar fann ég hjá Vinnumálastofnun varðandi atvinnuleysisbætur. Sem betur fer er gert ráð fyrir því að maður þurfi að borða á helgidögum :)
Lægri greiðslur eiga sér skýringu
Vegna fjölda fyrirspurna vill Greiðslustofa Vinnumálastofnunar útskýra að greiðslur í útborgun dagsins eru heldur lægri en í síðustu útborgun vegna þess að greitt er fyrir færri daga nú en þá. Í dag er verið að greiða fyrir tímabilið 20. febrúar - 19. mars og eru það 20 dagar. Fullar bætur á dag eru 6.900 kr. og gerir mánuðurinn því 138.000 kr. Atvinnuleysisbætur eru alltaf greiddar fyrir hvern virkan dag en ekki sem mánaðargreiðsla. Þar sem margir frídagar eru í apríl skal tekið fram að greitt er fyrir alla daga nema helgardaga þ.e. fyrir 5 daga vikunnar hvort heldur þeir eru frídagar eða virkir dagar. Í næsta mánuði verður því greitt fyrir 21 dag.Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ensk þýðing sem heppnaðist ekki alveg..
2.4.2009 | 23:30
Ég á það stundum til að fara á salernið í World Class í Laugum af illri nauðsyn þar sem mér er illa við almenningssalerni- það er bara þannig. Anyhow, þá hlæ ég alltaf jafnmikið þegar ég fer þarna inn og kem hálfvandræðanleg út úr básnum ef einhver bíður fyrir utan og horfir undarlega á mig- enda er ekki vaninn að hlæja á klósettum.
Ástæðan fyrir því að ég hlæ, er að það hanga tveir eins miðar á klósettinu- annar á hurðinni og hinn á veggnum, svo þeir fari alls ekki framhjá manni. Á miðanum stendur;
Ekki henda þessum hlutum ofan í klósettið:
dömubindum, málmhlutum (hver gerir það??), og svo kemur eitthvað sem ég man ekki.
Hér kemur svo enska þýðingin sem ég hlæ alltaf jafnmikið að- hún stendur fyrir neðan þá íslensku;
Do not throw these things to the toilet:
og svo kemur upptalningin.
Greyið enskumælandi klósettfararnir lesa þetta og hætta að henda hlutum að klósettinu og setja þá frekar ofan í það... mohohohoooo....
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bréf til Viðskiptaráðherra varðandi séreignasparnað
1.4.2009 | 21:27
Ég sendi þetta bréf á aðstoðarmann viðskiptaráðherra í dag- ekki gott að sitja með hendur í skauti þegar svona mál eru annars vegar:
Sæl Helga,
mig langar að koma með eftirfarandi fyrirspurn til viðskiptaráðherra;
Samkvæmt yfirlýsingu viðskiptaráðherra kom fram þegar SPRON fór á hausinn, að innistæður væru að fullu tryggðar. Þá á við innistæður á sparireikningum en ekki sjóðum eins og kom skýrlega fram í október þegar hinir bankarnir fóru á hliðina.
Mjög fáir viðskiptavinir í gamla SPRON voru með séreignasparnað sinn á verðtryggðum bókum þar sem flestir skráðu sig í æviskeið. Aldurshópurinn 18-40 ára hefur nú þegar tapað miklu af séreignasparnaðinum sínum (ca helming).
Mun núverandi innistæða séreignasparnaðar vera tryggð líka, eða er sá peningur bara gufaður upp?
Þegar ríkið gerir að lögum að vinnuveitendum sé skylt að greiða 2% mótframlag í séreignasparnað og ýtir þess vegna undir að fólk nýti sér það, ætti séreignasparnaðurinn þá ekki að vera tryggður eins og innistæður?
Ég vona að þetta mál verði skoðað, því þetta er mér mjög hugleikið.
Bestu kveðjur,
Inga Jessen
Ef ég fæ svar, mun ég birta það á síðunni.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
úúúú... spennó
1.4.2009 | 15:04
Þetta er bara léttur og skemmtilegur viðburður svo fólk fari úr húsi og skemmti sér, sagði hinn 26 ára gamli hugbúnaðarverkfræðingur. Fólk sem starfað hafði í bönkum, auglýsinga- eða skemmtanabransanum keppti m.a. í hlaupi sem kallaðist hlaupið í átt að atvinnuleysi. Goddard segir viðburðinn kjörinn til að dreifa huga fólks og gera því kleift að kynnast öðrum í sömu stöðu.
Til að fá að taka þátt í leikunum varð fólk að framvísa uppsagnarbréfinu. Í laun fengu sigurvegarar gjafabréf á nálæga veitingastaði og bari sem styrktu leikana.
Þetta líst mér vel á, ég viðurkenni að ég er orðin sérfræðingur í skrifstofustólahlaupi, ruslakasti og pennakasti. Ég er til í að taka þátt í þeim greinum og get garanterað að ég vinn þetta, enda með atvinnuleysisforskot :)
Ólympíuleikar atvinnulausra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýja bókin
1.4.2009 | 10:45
Það er góður dagur í dag. Ég verð í Hagkaup í Kringlunni klukkan 4 í dag að árita nýju bókina mína.
Bara smá auglýsing í gangi- hehe.... Sjáumst :)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Facebook er framtíðin...
31.3.2009 | 22:46
Fyrir fólk eins og mig er Facebook aðal samskiptamátinn í dag. Þar er hægt að "njósna" um vini sína, athuga hvað maður er góður að sér í kvikmyndum og svo er líka hægt að senda gjafir... úúú... Ég þarf varla lengur að tala við fólk- kíki bara á Facebook. Með Facebook er hægt að spara heimsóknir og símareikninga, fólk þarf varla lengur að tala saman- það notar bara Facebook.
Það er spurning hvort þetta sé hollt fyrir mann, samskipti fólks fara fram í gegnum tölvuna. Það er meira að segja hægt að finna sér framtíðarmaka á Facebook!!
Svo þegar maður á afmæli, kíkir maður bara á Facebook til þess að athuga hver man eftir því og óskar manni til hamingju. Þessu var svo skemmtilega lýst í Áramótaskaupinu hér um árið, það er hægt að sjá hverjir eru að skilja, hverjir eru ófrískir osfrv.
Munið bara að hringja og hitta vini ykkar einstaka sinnum- ekki bara á Facebook!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
hver á að lúffa fyrir hverjum???
30.3.2009 | 19:08
Hver ákveður það hvaða störfum sé bjargað?
Eiga sumir meira skilið að vera atvinnulausir en aðrir?
Gætir ójafnrétti hjá ríkinu að mismuna starfsfólki fyrirtækja sem hafa orðið gjaldþrota með því að "redda" sumum vinnu en ekki öðrum?
Þetta er eitthvað sem fólk ætti að velta fyrir sér, því eins og ég sé það eiga allir að hafa jafnan rétt á starfi sem misst hafa vinnunna.
Á sá sem sækir um starf hjá Kaupþingi ekki að hafa sama rétt og sá sem var að vinna hjá SPRON og missti vinnuna? Er það borðliggjandi að annar lúffi fyrir hinum og fær þá fólk jafnan séns?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ringulreið og samsæri??
30.3.2009 | 18:32
Það eru að sjálfsögðu rosalega góðar fréttir að MP banki eignist SPRON, MP er traustur banki og staðfastur. Í netbankanum vinnur frábært starfsfólk og að mínu mati er það einn besti bankinn sem ég hef átt viðskipti við. En nú er ég komin í Kaupþing. Og hvað svo- skulda ég SPRON, Netbankanum, MP eða Kaupþing? Þetta er allt saman svo ruglingslegt. Best er að skýra þetta betur út fyrir fólki sem fyrst, annars skapast óþarfa ringulreið.
En var MP farinn að taka við innlánum fyrir áramót þegar þeir fengu innlánaleyfið- eða var verið að undirbúa þá fyrir eitthvað annað- eins og að kaupa heilan banka fyrir slikk? Þetta er eitthvað sem hægt væri að velta fyrir sér endalaust. Samsæri samsæri... Eru þau úti um allt eða bara í hausnum á fólki??
MP banki eignast SPRON | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
leti í atvinnuleysi
28.3.2009 | 15:26
Að vera atvinnulaus getur verið mjög þreytandi, svo þreytandi að maður fer að venjast því hægt og rólega. Virku dagarnir eru svo rólegir og yfirvegaðir, maður er bara í sínum eigin heimi að dúlla sér og hefur nægan tíma fyrir sjálfan sig. Þegar kemur svo að helgunum, fjölskyldan er heima og maður er í "full action", þarf alla vikuna til að sofa helgina úr sér. Þannig er það alla vega hjá mér. Ég er bara dauðuppgefin á mánudögum! Ótrúlega skrýtið...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
money money...
27.3.2009 | 09:02
Ég er búin að vera að velta því fyrir mér undanfarna daga, hvað sé hægt að gera til að fá pening í vasann- án þess þó að vera með vinnu. Ég lét hugann reika, datt í hug að bjóða fjölskyldunni upp á hreingerningu gegn vægum styrk, láta skora á mig að hlaupa nakin niður Laugaveginn (never never). Það var svo margt sem kæmi til greina.
En svo skall hugmyndin á mér bara si svona, þegar systir mín hringdi og kom með hana. Sjúmmm, Kolaportið!!! Það er akkúrat staður sem fólk mætir á tímum sem þessum til þess að finna ódýra hluti. Það leynist ýmislegt í geymslum fólks og hvers vegna ekki að taka það fram og reyna að koma því í verð? Þeir sem eru áhugasamir geta farið inn á www.kolaportid.is og séð verð og annað slíkt. Það kom mér á óvart að það er ekkert svo dýrt að leigja pláss yfir eina helgi. Check it out :)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)