sjúmmmm, ég blikkaði augunum og bensínið hækkaði.
26.3.2009 | 19:46
Vá, það stendur ekki á þeim, krónan má ekki fara rétt upp á við og þá eru þeir búnir að hækka.
Annars er ég með eitt svona bragð þegar maður er að dæla, það borgar sig til lengri tíma ef í mörgum árum er talið: Hrista slönguna þegar maður er búinn að dæla- það kemur alltaf eitthvað út og mér finnst ég vera að græða alveg geðveikt :)
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hann er tannlaus greyið...
26.3.2009 | 19:43
Fyrir ári síðan fór ég með dóttur mína í þessa árlegu skoðun til tannlæknis og þurfti að greiða 6 þúsund krónur fyrir. Ég fór með reikninginn í tryggingastofnun þar sem mér var tjáð að búið væri að draga frá framlag TS. Hmmm... 6 þúsund krónur í venjulegt tjékk fyrir fólk sem á engan pening er rosalega há upphæð og er til þess að börn fara hreinlega ekkert til tannlæknis.
Hvað varð um skólatannlækninn? Hann var svo frábær, maður fór til hans einu sinni á ári í svona skoðun. Það ætti að vera skylda að fara með börnin sín til tannlæknis, en þá yrði þessi þjónusta að sjálfsögðu að vera ókeypis.
I rest my case.
10 þúsund krefjast ókeypis tannlækninga fyrir börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2007 verður 2009- önnur birting
26.3.2009 | 01:23
Ég ákvað að skella inn gamalli færslu sem mér fannst vera svo lýsandi yfir ástandið í þjóðfélaginu í dag. Ég birti hana þegar ég var nýbyrjuð að blogga en hér kemur hún aftur:
Hún opnar skápinn, tekur út pelsinn og virðir hann fyrir sér. Ætli sé nógu kalt til að fara í hann? Hún stingur honum aftur inn og vonar að kuldinn komi bráðum.
Hún heyrir í bíl fyrir utan. Maðurinn er kominn heim. Hann stígur út úr flotta Range Rovernum sínum sem hann keypti fyrir bónusinn í fyrra. Hún tekur eftir því að hann er tekinn í framan og ósofinn. Hann kyssir hana og gengur inn. Fer enn eina ferðina að minnast á að þau hefðu kannski átt að sætta sig við 200 fermetra en ekki 350. Hún strýkur með tusku af granítplötunni og virðir Tolla málverkið fyrir sér. Það passar alveg á vegginn.
Hún spyr hann hvort hann sé svangur og hann svarar játandi. Hún opnar ísskápinn. Þar er einn líter af mjólk og útrunninn skyrdolla. Eftir smá tíma kallar hún á hann og þau setjast við borðið. Hún skenkir hafragrautnum. Þau horfa hugsi á hvort annað. Kannski- bara kannski er hamingjan á næsta horni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fjölmiðlafár
25.3.2009 | 15:20
Nú er sjónvarpsviðtalinu lokið við Ástralíu og Írland, ég hafði rosalega gaman af viðtalinu fyrir utan það að nefið á mér var að detta af sökum íslenskrar veðráttu. Ég var búin að fara í sturtu og greiða á mér hárið- ég er ekki viss um að neinn hafi tekið eftir því þar sem hárgreiðslan breyttist á 5 sekúndna fresti þegar rokið kom. Þetta er gaman en það gæti alveg verið gaman að fá laun fyrir að vera í svona viðtali- þá gæti ég jafnvel orðið atvinnu- atvinnuleysingi.
Það er ótrúlegt hve mikinn áhuga önnur lönd hafa á Íslandi. Ekki bara evrópskir fjölmiðlar, heldur líka fjölmiðlar hinum megin á hnettinum. Fréttamenn flykkjast til Íslands til þess að vera vitni af ástandinu hér og tala við fólkið. Mestan áhuga hafa þeir þó af íbúðalánum og tómum byggingum. Það er gott að einhver geti lýst því fyrir þeim á almennan hátt hvernig ástandið er hérna.
Þannig að- ef einhver þekkir Opruh, látið hana vita að ég er laus whenever. Mig hefur alltaf langað til að fara til Chicago-hehehe...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þriðjudagar til þrautar
24.3.2009 | 22:44
Ég veit ekki alveg afhverju það er, en síðan ég varð atvinnulaus, hafa þriðjudagar verið erfiðustu dagarnir. Kannski er það vegna þess að ég hef alltaf fengið póst frá Capacent þar sem segir að ég hafi ekki komið til greina vegna vinnu sem ég sótti um, kannski er það út af stöðu tunglsins- ég get ekki alveg skilið það.
Mig dreymdi í nótt að ég hefði misst tönn, ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og hélt að það væri fyrir einhverju frábæru, kannski að óvæntir peningar myndu detta í fangið á mér, að draumurinn væri einhvers konar fyrirboði þess að ég gæti skilið við atvinnulausa lífið. Svo fletti ég draumnum upp í draumaráðningabókinni. Jahhh.. þetta var ekki alveg það sem ég hélt. Ég á semsagt eftir að lenda í vandræðum með einhvern ættingja og þetta getur einnig verið fyrirboði andláts. Ég hef ákveðið að láta þennan draum sem vind um eyru þjóta- enda er það best þegar hann er ekki fyrirboði einhvers góðs. Svo dreymdi mig reyndar líka að ég gæti gert skrilljón upphífingar í World Class, aðeins skemmtilegra heldur en hinn draumurinn. Ekkert skrítið að ég hafi verið aum í höndunum þegar ég vaknaði!
Oh jæja, þriðjudagur er að verða búinn og þá taka bara góðir dagar við.
Á morgun á ég von á einhverju áströlskum sjónvarpskörlum heim til mín og þarf að segja frá ástandinu á Íslandi. Best að dusta rykið af enskunni og æfa mig í hinum ástralska hreim. Vonandi fæ ég slönguskinn að gjöf- eða krókódílaskó. Maður má alltaf vona....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
The New Poland
24.3.2009 | 11:09
Vá, við erum bara að nálgast það að vera með jafnmikið atvinnuleysi og í Póllandi - ískyggilega hratt!!
Atvinnuleysi mælist 10,9% í Póllandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ævisaga...
23.3.2009 | 23:38
Nafn: Inga Jessen
Aldur: 31- heilinn er semsagt byrjaður að hrörna skv. nýrri rannsókn
hrukkur: 4 augljósar en 30 í sól
Starfsreynsla: bankastörf í 3 bönkum sem eru ekki lengur til- já og í pylsuvagni í Danmörku sem er heldur ekki lengur til
Atvinna: án atvinnu
Áhugamál: ferðalög sem er ekki hægt að fara í
hmmmm.... jammm... spurning að fara að endurmeta gildin í lífinu..
Lífstíll | Breytt 24.3.2009 kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
orðaleikur
23.3.2009 | 00:28
Ég á 2 ára son sem vill láta þurrka á sér puttana í hvert sinn sem eitthvað matarkyns snertir þá. Ég sat við matarborðið með honum ásamt dóttur minni sem er 7 ára. Sonur minn gefur frá sér hljóð og biður um að puttarnir séu þurrkaðir. Ég segi þá við hann, Oh- þú ert nú meiri pempían! Dóttir mín lítur á mig og biður mig vinsamlega um útskýringar á þessu skrýtna orði sem ég notaði. Ég útskýrði það fyrir henni hvað það þýddi og við héldum áfram að borða.
Nokkrum dögum síðar situr fjölskyldan við eldhúsborðið og gæðir sér á súkkulaðiköku. Sonurinn gefur frá sér hljóð og réttir fram puttana til þess að láta þurrka súkkulaðið sem hafði lent í lófanum. Dóttirin fylgist með og segir þá, oh- þú ert nú meiri lesbían!
Foreldrarnir hlógu svo mikið að þau gátu varla útskýrt fyrir undrandi dótturinni á háttalagi foreldra sinna, að það orðið væri reyndar pempía...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
púff.... allt er að gufa upp
21.3.2009 | 22:21
Ég er enn í sjokki, enda ekki skrýtið. Það sem ég er nú búin að velta fyrir mér er hvort ég geti enn tekið út séreignasparnað minn og hvort hann hafi nú lækkað við gjaldþrot SPRON.
Ég á hlutabréf í SPRON, markaður með þau bréf hefur verið lokaður síðan í október, ss. í 5 og hálfan mánuð. Ef ég hefði viljað selja bréfin, hefði ég ekki getað það og nú eru peningarnir púff-farnir. Þetta er allt stórt klúður og ég efast um að nokkur geti svarað þessu.
Mun SPRON vera lokað á mánudaginn eða mun starfsemin halda áfram í einhvern tíma?
Svör óskast...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sjokk... rosalegt sjokk...
21.3.2009 | 18:50
Ég er ein af þeim sem hefur haft óbilandi trú á SPRON í þessu ferli, kannski af því að ég vann þar áður. Í SPRON vinnur fullt af frábæru fólki og verður leiðinlegt að vita til þess að aðeins hluti þess fær að halda starfi sínu.
Ég var að tala um það um daginn, að maður er orðinn dofinn fyrir fréttum á borð við gjaldþrot fyrirtækja, maður býst á einhvern hátt við að allir fari á hausinn. En.... ég bjóst ekki við þessu og er í sjokki í dag.
SPRON til Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)