hugmyndir fyrir atvinnulausa

Ég veit ekki hverjir lesa bloggið mitt en ég vildi óska að það væri einhver með sambönd sem læsi þessa færslu. Atvinnulausir fá lágmarksbætur sem er ekki mikið, að vísu fyrstu 3 mánuðina fær maður tekjutengdar bætur sem eru um 235 þúsund fyrir skatt og eftir það fær maður eitthvað mjög lítið. Margir atvinnulausir hanga heima hjá sér og reyna að eyða sem minnstum pening þar sem þarf að herða sultarólina mjög mikið. Ég las grein í Fréttablaðinu í dag þar sem bent var á að það ætti að vera frítt í leikhús og á sinfoníuna fyrir atvinnulausa. Það fékk mig til að hugsa; ef atvinnulausir fengju sérstakt kort sent sem veitti þeim afslátt af ýmsum viðburðum þá væri það til að hjálpa þeim sem hafa misst vinnuna að gera eitthvað uppbyggjandi og skemmtilegt í atvinnuleysinu. Að sjálfsögðu er aðalmálið að finna sér vinnu en það er úr litlu að moða þessa dagana.

Bláfjöll ættu til dæmis að opna svæðin klukkan 12 1-2 virka daga í viku og selja lyftukort á 500-1000 krónur í stað 2000

Bíóhúsin hafa undanfarið haft ódýra þriðjudaga í bíó- á aðeins 500 krónur miðann sem er frábært. Það sem væri best, væri að hefja sýningar klukkan 2 á einstakar myndir og tilboð á poppi og kóki

Hægt væri að veita afslátt af sundstöðum Reykjavíkur til 4 á daginn

Ég væri alveg til í að vinna smá "community service" á vegum ríkisins til þess að fá aðeins hærri atvinnuleysisbætur, ég gæti týnt rusl (veiiiii gaman), klippt tré, málað leikvelli eða eitthvað annað nokkra tíma í viku. Ég væri líka til í að fara í einhvers konar hugmyndahóp á vegum ríkisins til að reyna að finna leiðir til að gera samfélagið betra án þess að eyða miklum peningum í það.

Þetta er alla vega umhugsunarefni, það geta allir lagst á eitt og hjálpast að.

community%20service


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þetta eri þjóðþrifamál til að koma í veg fyrir að atvinnuleysingjar staðni. Ég hef verið atvinnulaus og það bara festi mig við sófan því í bætur voru það lágar að maður þurfti að spara kraftana til að minnka matarkostnaðinn.

Offari, 3.2.2009 kl. 13:44

2 identicon

Ég er alltaf að bíða eftir því að það komi færsla tileinkuð frábærri systur þinni sem sendir þér skemmtilega pósta á hverjum degi

Góðar pælingar hjá þér!

Greta (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:03

3 identicon

Þetta eru snilldar hugmyndir hjá þér Inga mína, gangi þér rosalega vel í baráttunni:-)

kv. Anna

Anna (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 19:56

4 identicon

Ég les bloggið þitt eeeen ég hef ekki mikil sambönd að vísu
Skemmtilegar pælingar hjá þér, eins og fyrri daginn.

Kveðja,
Soffía "blogg-stalkerinn þinn"

Soffía (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband