Ef ég hefði aldrei orðið atvinnulaus....

...hefði ég haldið áfram að kaupa dýrasta klósettpappírinn og dýrustu bleiurnar án þess að vita að það eru til ódýrari vörur sem þjóna sama tilgangi

...Þá ætti ég meira af fötum og fleira dót sem ég þarf kannski ekki á að halda

...væri ég ennþá með stöð 2 og börnin mín væru ennþá að vakna klukkan 7 um helgar. Núna vakna þau alltaf klukkan 8

...hitti ég fjölskylduna mína ekki eins mikið og ég geri nú

...væri ég ennþá stressuð- sem ég er ekki núna

... hefði ég aldrei uppgötvað hvað fjölskylda mín er æðislega frábær- þó ég vissi það svosem fyrir. Stundum þarf bara að minna mann á það hvað maður hefur það gott

...hefði ég aldrei byrjað með þetta blogg

...væri ég enn að láta mig dreyma um að komast einhvern tímann í einbýlishús- núna eru þær vangaveltur að baki og ég get einbeitt mér að mikilvægari hlutum

...væri ég örugglega ennþá ljóshærð en þegar ég missti vinnuna ákvað ég að gera einhverjar breytingar og varð brunette í stað ljósette.

Þannig að í sjálfu sér var þetta bara ágætur hlutur og hefur gert líf mitt betra :) Fyrir utan peningana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að sjá hvernig þú hugsar í  atvinnuleysinu Allir hafa gott af átta sig á hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Þú ert æðisleg. Erna

erna jessen (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 10:16

2 identicon

Bara gaman að lesa hvað þú ert að hugsa.

Jákvæðni kemur manni í gegnum allt, er það ekki?

Ella (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 10:28

3 identicon

Þetta er rétti andinn!

Ef þú værir ennþá að vinna hefðir þú sennilega ekki boðist til að baka Snickers kökuna fyrir mig! (en ég heppin).

Greta (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:45

4 identicon

Þú ert æðisleg Inga. Svona á þetta að vera, happy heart, beutiful mind 

Ásdís (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 20:52

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Flott hjá þér

Heiður Helgadóttir, 6.2.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband