Pay it forward

Það er eitt sem ég sé eftir að hafa ekki keypt mér í góðærinu þarna um árið - og það eru skíði. Ég á Völke skíði frá 1991 sem móðir mín keypti handa mér á útsölu í Markinu. Þau voru flott þá- með neongrænum, bleikum og gulum eldingum. Svo átti ég stafi í stíl og skórnir voru gamlir skór frá bróður mínum. Ég var svo flott og hipp þá. Þegar ég fór svo á skíði í dag sá ég að þetta er ekki alveg í tísku núna. Skíðin eru öðruvísi í laginu og þau eru minni. Já ég veit- það á ekki að skipta neinu máli hvernig skíðum maður er á- en samt. Ég keypti mér lyftukort fyrir 2000 krónur, þegar ég fór svo heim um 5 leytið- lét ég ungan strák hafa kortið svo hann þyrfti ekki að kaupa sér nýtt. Þannig sparaði ég pening fyrir hann! 

Við getum nefnilega öll hjálpast að. Það eru til aðrar leiðir en að gefa fötin sín í Rauða Krossinn. Um daginn lagði ég bílnum niðri í bæ og borgaði í stöðumæli- fékk svona miða til að setja í gluggann. Þegar ég svo kom tilbaka sá ég að ég átti ónýttan hálftíma. Í stað þess að henda miðanum, setti ég hann í raufina á bílastæðapeningakassanum (veit ekki alveg hvað þetta heitir) svo að næsti maður gæti hugsanlega notað þessar 30 mínútur og þannig sparað pening.

Ég hef stundum séð þetta í Danmörku, þá er búið að setja skiptimiða á áberandi stað hjá strætóplaninu við stoppustöðvarnar og einnig er stundum búið að leggja klippikort ofan á stimpilkassann hjá lestinni. Tökum Dani til fyrirmyndar, hjálpum hvort öðru!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur hjá þér!

Reyni nú alltaf að vera nice.. náði til dæmis í tvær körfur á bílastæðinu í Bónus um daginn og lét konu hafa aðra körfuna.

Greta (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:09

2 identicon

Mikið rosalega ertu með gott hjarta Inga mín.  Það ættu allir að taka þig til fyrimyndar, hætta þessari ego hugsun. Þetta blogg kom mér til að hugsa og staldra aðeins við...takk takk

Regina (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:03

3 identicon

Frábært hjá þér.

Ég hef stundum gert svona litla hluti og fólk verður svo hissa! Við íslendingar erum nefnilega ekki vön að hjálpast svona að, sem er auðvitað bara synd.

Elín (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 17:06

4 identicon

já manni líður bara vel þegar maður hjálpar öðrum. Sem dæmi þá datt gömul kona í lobbíinu í sundlauginni þar sem krakkarnir mínir fara. Það var fullt af fólki í kring og engin hjálpaði henni að standa upp nema ég sem hélt líka á litlu barni. Hún var rosalega þakklát og mér leið svo vel allan daginn.

Ásdís (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 20:54

5 identicon

Málið er nefnilega að þegar maður gerir öðrum gott líður manni svo miklu betur sjálfum. Það má segja að maður eigi að vera svolítið ,,sjálfselskur" þá líður öllum vel og allir græða. Takk fyrir skemmtilegt blogg.

ha ha (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 08:31

6 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér Inga mín, það er nefnilega ótrúlegt hvað svona litlir hlutir geta gert mikið og glatt marga og kosta mann yfirleitt ekki neitt!

Erla María (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband