Forstjóri Landsvirkjunar

Mottóið mitt í lífinu hefur lengi verið :"þú verður að reyna, annars gerist það ekki". Fyrir jólin var auglýst staða forstjóra Landsvirkjunar. Ég sótti að sjálfsögðu um það þar sem ég fyllti allar hæfniskröfur- nema kannski að ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki... Það voru aðeins 54 umsækjendur og var ég nokkuð vongóð enda sjarmatröll mikið og með óendanlega mikinn áhuga á virkjanaframkvæmdum og orku (eða you know... þannig).. Svo fékk ég áfallið í pósti. Ég fékk bréf frá Landsvirkjun þar sem mér var þakkað fyrir að sækja um en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefði Friðrik Sófason ákveðið að sitja aðeins lengur.  Það er alla vega ekki hægt að segja að ég hafi ekki fengið vinnuna vegna vanhæfni eða af því að ég var kona! Neibbs... En þetta var vissulega áfall- ég var meira að segja búin að athuga hve lengi ég væri að keyra í vinnuna- já, það voru 14 mínútur í meðalumferð en 23 mínútur í mikilli. Ég hefði þannig alltaf mætt á réttum tíma í vinnuna. Svo var ég búin að koma auga á svona skjalatösku sem er víst vinsæl meðal forstjóra, sem mig langaði til að festa kaup á. 

Bráðum munu stöður bankastjóra Landsbankans, Glitnis og Kaupþings verða auglýstar og mun ég að sjálfsögðu vera þar fremst í flokki og sækja um- því eins og ég segi- ég verð að reyna, annars gerist það ekki.

aton1606l


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þú getur bara prófað Davíðsaðferðina ug hunsað höfnunarbréfið og mætt til vinnu.

Offari, 9.2.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Inga

hehe... ekki vitlaust...

Inga, 9.2.2009 kl. 21:12

3 identicon

Þetta er svo sannarlega rétti andinn! Baráttukveðjur, Hafdís.

Hafdís (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 21:13

4 identicon

Hahaha.. já einmitt. Bara mæta og spyrja hvar skrifstofan sé.

Endilega sæktu um allt!

Greta (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 21:49

5 Smámynd: Soffía

Ég styð þig heilshugar í starfi sem næsti forstjóri Landsvirkjunar eða Glitnis eða Landsbankans
Annars hugnast mér aðferð Offarans ágætlega
Kveðjur héðan

Soffía, 10.2.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband