hreingerning
12.2.2009 | 11:13
Þar sem spúsinn er heima í dag veikur, ákvað ég í morgun að sýna honum að ég geri nú eitthvað hérna á heimilinu þegar ég er ekki að vinna. Ég þreif veggina- tók alla sýnilega bletti og þurfti á vöðvunum mínum að halda fyrir erfiðu blettina. Þeir voru nú allir erfiðir.. Það er ótrúlegt hvað börn setja á veggina- smá krot hér og þar, matarslettur, fingraför osfrv.
Í hálftíma gekk ég um með tuskuna og Ajaxið og spreyjaði í hvívetna. Þegar ég var búin var ég nokkuð ánægð með árangurinn. Þá uppgötvaði ég það það að þar sem maðurinn minn var sofandi allan tímann á meðan á þessu stóð- mun hann örugglega ekki taka eftir hreinu veggjunum, horfa á mig og segja- oh hvað er ljúft líf að vera ekki að vinna !!
Athugasemdir
Þú ert nú meiri klaufinn. En samt, nú áttu hreina veggi.
ha ha (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 08:35
Hehe, þú hefðir nú átt að athuga hvort hann væri ekki örugglega vakandi áður en þú byrjaðir. Það hefði verið góð hugmynd að stynja dálítið yfir erfiðinu svo hann tækji nú örugglega eftir því sem þú varst að gera
Erla María (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.