úúúú... spennó

Næstum 40 atvinnulausir New York búar köstuðu símum og tóku þátt í alls konar leikjum í gær áÓlympíuleikum atvinnulausra.

„Þetta er bara léttur og skemmtilegur viðburður svo fólk fari úr húsi og skemmti sér,“ sagði hinn 26 ára gamli hugbúnaðarverkfræðingur. Fólk sem starfað hafði í bönkum, auglýsinga- eða skemmtanabransanum keppti m.a. í hlaupi sem kallaðist „hlaupið í átt að atvinnuleysi.“ Goddard segir viðburðinn kjörinn til að dreifa huga fólks og gera því kleift að kynnast öðrum í sömu stöðu.

Til að fá að taka þátt í leikunum varð fólk að framvísa uppsagnarbréfinu. Í laun fengu sigurvegarar gjafabréf á nálæga veitingastaði og bari sem styrktu leikana.

 Þetta líst mér vel á, ég viðurkenni að ég er orðin sérfræðingur í skrifstofustólahlaupi, ruslakasti og pennakasti. Ég er til í að taka þátt í þeim greinum og get garanterað að ég vinn þetta, enda með atvinnuleysisforskot :)


mbl.is Ólympíuleikar atvinnulausra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband