Atvinnutækifæri...

Ég hef verið að skoða atvinnutækifæri þar sem lítið er um atvinnu. Aðalatriðið er að vera frumlegur í hugsun. Það getur oft reynst erfitt en skemmtilegt líka.

Ég var með Baguette í matinn á fimmtudaginn og 7 ára dóttir mín hrósaði mér í hvarvetna hvað ég væri nú svakalega góð í að búa til svona góða langloku. Svo sagði hún alvarlega eftir að hafa horft út í loftið í smá stund; mamma, við tölum bara við afa og athugum hvort hann eigi spýtur. Svo getur hann örugglega hjálpað okkur að smíða kofa- sem er akkúrat pláss fyrir þig í. Svo getum við farið með kofann niður í bæ og þú getur selt svona baguette!

Jáh, maður deyr ekki ráðalaus- þó maður sé aðeins 7 ára!

76084317_Supj60G2_StreetVend_iMar07


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort það sé nóg að vera með bastkörfu á Íslandi í þessu veðri, kannski að spítukofinn sé ágætis hugmynd :)

Einar Ágúst (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Soffía

Hehehe, krúttið

Soffía, 8.2.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband